Samgönguáskorun Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifa 17. september 2021 15:30 Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar