Hláturinn bergmálaði um allt Borgarleikhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 14:30 Högni, Alma, Joey Christ og Kári voru spennt fyrir frumsýningunni. Joey, sem heitir fullu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, er sviðshönnuður sýningarinnar. Vísir/Elín Guðmunds Leikverkið Þétting hryggðar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi Verkið er brjálæðislega hnyttið, skemmtilegt og um fram allt vel leikið. Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds
Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04
Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31