Hláturinn bergmálaði um allt Borgarleikhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 14:30 Högni, Alma, Joey Christ og Kári voru spennt fyrir frumsýningunni. Joey, sem heitir fullu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, er sviðshönnuður sýningarinnar. Vísir/Elín Guðmunds Leikverkið Þétting hryggðar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi Verkið er brjálæðislega hnyttið, skemmtilegt og um fram allt vel leikið. Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds
Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04
Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31