Vísbendingar um hægari efnahagsbata Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 10:29 Áframhaldandi óvissa er sögð ríkja um þróun ferðaþjónustunnar og framgang faraldursins erlendis. Vísir/Vilhelm Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur. Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36