Styrkari heilbrigðisþjónusta á Austurlandi Svandís Svavarsdóttir skrifar 17. september 2021 11:30 Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Heilbrigðisstofnun Austurlands Alþingiskosningar 2021 Heilsugæsla Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) veitir heilbrigðisþjónustu á svæðinu en fjármagn til HSA hefur frá árinu 2017-2021 hækkað um 8,1% skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. Á heilbrigðisstofnuninni er lögð áhersla á framþróun og nýjungar í starfsemi og veitingu þjónustu. Öflug heilbrigðisstofnun HSA rekur almenna lyflækningadeild, almenna skurðdeild og fæðingadeild, auk þess sem stofnunin sinnir göngudeildarstarfsemi, s.s. lyfjagjöfum og blóðskilun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar er einnig endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu eru einnig röntgendeild og rannsóknardeild. HSA rekur heilsugæslustöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði og heilsugæslusel eru á Borgarfirði eystri, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. HSA rekur einnig fimm hjúkrunarheimili ásamt heimahjúkrun, en heimahjúkrun er rekin frá Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðabyggð. Unnið er að innleiðingu aðferðafræði jákvæðrar heilsu innan HSA, en sú aðferðafræði byggir á því að nýta styrkleika einstaklinga til heilsueflingar og ýta undir þá með það að markmiði styrkja einstaklinga í því að takast á við áskoranir daglegs lífs. Einnig er unnið að ýmiss konar endurbótum á húsnæði HSA, t.d. stækkun heilsugæslustöðvarinnar á Reyðarfirði, auk þess sem unnið er að því að bæta einni hæð við sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem áætluð verklok eru í lok ársins 2021. Fjármagn til tækjakaupa á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hefur verið aukið verulega á kjörtímabilinu. Fjármagnið hækkaði um 200 milljónir árið 2018 en á kjörtímabilinu nema fjárframlög til tækjakaupa heilbrigðisstofnananna tæpum 1,3 milljarði samtals. HSA hefur notið góðs af þessari áherslu og til dæmis fest kaup á tveimur nýjum röntgentækjum og tækjum sem sérstaklega eru ætluð til fjarheilbrigðisþjónustu, bæði á heilsugæslum og á hjúkrunarheimilum. Kraftmikil fjarþjónusta og samstarf við aðrar stofnanir HSA hefur lagt mikla áherslu á þróun fjarheilbrigðisþjónustu, enda er þjónustusvæði stofnunarinnar dreifbýlt. HSA hefur gert samninga við LSH annars vegar og SAK hins vegar um þjónustu ákveðinna sérgreina. Sú samvinna styrkir þjónustuna á Austurlandi verulega. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2020 kemur fram að HSA sé einna fremst á Norðurlöndum varðandi þróun fjarheilbrigðisþjónustu. Nýjungar í þjónustu í heilsugæslu HSA hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í heilsugæslu, til dæmis með því að bjóða upp á beinar tímabókanir hjá sjúkraþjálfara og hjá félagsráðgjafa í heilsugæslu. Stofnunin hefur í hyggju að ráða enn fleiri fagstéttir inn á heilsugæslurnar, en þjónustan hefur gefist mjög vel og eftirspurnin verið mikil. Geðheilsuteymi starfar einnig innan heilsugæslunnar en teymið hefur verið eflt verulega með nýlegri ráðningu yfirlæknis geðheilbrigðismála fyrir Austurland. Stofnunin fékk einnig viðbótarfjármagn vegna ráðningar sálfræðings til að tryggja íbúum Seyðisfjarðar áfallaþjónustu í kjölfar hamfaranna í lok árs 2020. Fyrsti sálfræðingurinn við HSA var ráðinn árið 2017, og nú starfa þar fjórir sálfræðingar. Þar er um að ræða mikilvæga uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þjónusta við aldraða og endurhæfing Á Austurlandi eru hlutfallslega flest hjúkrunarrými á landsvísu á hverja 1000 íbúa, 80 ára og eldri og þar eru tiltölulega ný hjúkrunarheimili bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. HSA tók að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð fyrr á þessu ári og hugsanlegt er að dagþjálfunarstarfsemi muni hefjast á svæðinu í kjölfar þess. Á HSA hefur verið komið á fót þverfaglegu endurhæfingarteymi, því fyrsta á landinu. Stofnun teymisins er liður í framkvæmd aðgerðaráætlunar um endurhæfingu, sem er grundvölluð á endurhæfingarstefnu sem heilbrigðisráðherra lét vinna árið 2020 fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hugmyndafræði slíkra úrræða er snemmtæk íhlutun, teymisvinna, áhersla á færni og samþætting við heilsugæsluna. Fyrst um sinn mun teymið á Austurlandi þjónusta einstaklinga sem eru að glíma við langvinna verki. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Á kjörtímabilinu hefur heilbrigðisþjónusta á Austurland verið styrkt á fjölbreytta vegu, auk þess sem ýmis nýmæli hafa verið tekin upp í þjónustu stofnunarinnar, sem skila sér í enn betri þjónustu fyrir landsmenn. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun