Gleymdi að hún væri með hljóðnema og byrjaði að tala við sjálfa sig á fullu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 10:01 Hulda Vigdísardóttir, Miss Eldey Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur. Hulda Vigdísardóttir er ævintýragjörn og elskar að ferðast. Hún er málfræðingur, fyrirsæta, doktorsnemi og starfar í augnablikinu líka fyrir Almannavarnir. Hún hefur gefið út bók og talar sjö tungumál. Morgunmaturinn? Það er mjög misjafnt hvað ég fæ mér á morgnana. Hvað ertu að hlusta á? Kyrrðina í 101 Reykjavík, eins og er en annars hlusta ég mikið á hljóðbækur. Tónlistarsmekkurinn minn er mjög margháttaður; ég set ég mjög oft klassíska tónlist á fóninn en líka alls konar annað. Hvað sástu síðast í bíó? Fast & Furious 9 (eða Ökufantar 9 eins og hún heitir víst á íslensku). Hvaða bók er á náttborðinu? Þær eru reyndar þó nokkrar og í fullri hreinskilni þá Íslensk orðsifjabók þeirra á meðal. Hver er þín fyrirmynd? Ég á tvær og báðar heita þær Vigdís. Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur með kanil. Uppáhaldsdrykkur? Ísköld íslensk mjólk Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Páfinn í Vatikaninu (Pope Francis) á ferðalagi um Ítalíu árið 2015 og Vigdís Finnbogadóttir þegar ég var 14 ára og fékk verðlaun á degi íslenskrar tungu. Hvað hræðist þú mest? Alvarlega heilabilun og tapi á tjáningargetu. Svo er alltaf erfitt að missa einhvern nákominn. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Atvikið sem kom fyrst upp í hugann var þegar ég átti að keyra beinskiptan bíl í raunveruleikaþætti og var nýkomin með bílpróf, festi hann og stóð pikkföst í brekku með halarófu á eftir mér, byrjaði svo að tala á fullu við sjálfa mig og gleymdi hljóðnemanum. Það var býsna skrautlegt. Hverju ertu stoltust af? Ég er frekar stolt af því að klára masterspróf á einu ári um leið og ég var í fimm mánaða heimsreisu og vera sú yngsta í heimi hingað til að útskrifast með M.A.-gráðu í því fagi. Ég er líka stolt af því að hafa gefið út bók, vera í doktorsnámi núna og vinna hjá Almannavörnum. Ég er stolt af þýðingu minni á Hnotubrjótnum og músakónginum og hinu og þessu sem ég hef bardúsað en fyrst og fremst er ég stolt af því að að standa með sjálfri mér og gefast ekki upp. Hefurðu einhvern leyndan hæfileika? Tja, fer kannski ekki leynt með þá hæfileika ef ég nefni þá hér en ég er kattliðug og get stafað aftur á bak. Ég get líka hreyft eyrun en verið kyrr að öllu öðru leyti; hæfileiki sem ég hef ekki fundið not fyrir. Hundar eða kettir? Hundar Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mér finnst alla vega ekki sérstaklega gaman að vafra um netheima í hægri nettengingu. En það skemmtilegasta? Ferðast, skrifa sögur og greinar, læra ný tungumál og málfræðinördast, lesa góðar bækur, taka þátt í skemmtilegum myndatökum, eiga dýrmæta stund með fjölskyldu minni og vinum, dansa, læra eitthvað nýtt og láta gott af mér leiða á einn eða annan hátt. Hvað heldurðu að komi fólki mest á óvart við þig? Ég er mjög opin fyrir að prófa nýja hluti og kem fólki raunar sífellt á óvart með uppátækjum mínum. Hvaða lag syngur þú í sturtu/í bílnum? Það er misjafnt en yfirleitt eru það gömul íslensk lög eins og Vísur Vatnsenda-Rósu, einhver lög sem Ellý Vilhjálms gerði fræg eða ný íslensk lög sem eru mikið í spilun þá stundina. Ég fæ einhverra hluta vegna líka mjög oft barnalög á heilann og get þá raulað þau í tíma og ótíma. Hverju vonast þú til að Miss Universe Iceland keppnin skili þér? Nýjum áskorunum og ævintýrum. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Sjálfsagt gæti ég skrifað heila ritgerð um það en ég kýs þó að lifa einn dag í einu og njóta augnabliksins. Eftir fimm ár stefni ég þó að vera búin með doktorsnámið, búa á Íslandi en halda áfram að skoða heiminn, mennta mig meira og vera umkrind yndislegu fjölskyldu minni og vinum sem er mitt sanna ríkidæmi. Hvar er hægt að fylgjast með þér? Ég nota Instagram mest og það er @vigdisardottir Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Með mikinn aulahúmor og elskar að syngja í bílnum Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur. 16. september 2021 10:00 Þetta eru stelpurnar sem keppast um að komast út til Ísrael Miss Universe Iceland keppnin fer fram þann 29. september í Gamla bíó. Elísabet Hulda mun þar krýna næsta handhafa titilsins Miss Universe Iceland. 15. september 2021 18:00 Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. 5. september 2021 19:01 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hulda Vigdísardóttir er ævintýragjörn og elskar að ferðast. Hún er málfræðingur, fyrirsæta, doktorsnemi og starfar í augnablikinu líka fyrir Almannavarnir. Hún hefur gefið út bók og talar sjö tungumál. Morgunmaturinn? Það er mjög misjafnt hvað ég fæ mér á morgnana. Hvað ertu að hlusta á? Kyrrðina í 101 Reykjavík, eins og er en annars hlusta ég mikið á hljóðbækur. Tónlistarsmekkurinn minn er mjög margháttaður; ég set ég mjög oft klassíska tónlist á fóninn en líka alls konar annað. Hvað sástu síðast í bíó? Fast & Furious 9 (eða Ökufantar 9 eins og hún heitir víst á íslensku). Hvaða bók er á náttborðinu? Þær eru reyndar þó nokkrar og í fullri hreinskilni þá Íslensk orðsifjabók þeirra á meðal. Hver er þín fyrirmynd? Ég á tvær og báðar heita þær Vigdís. Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur með kanil. Uppáhaldsdrykkur? Ísköld íslensk mjólk Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Páfinn í Vatikaninu (Pope Francis) á ferðalagi um Ítalíu árið 2015 og Vigdís Finnbogadóttir þegar ég var 14 ára og fékk verðlaun á degi íslenskrar tungu. Hvað hræðist þú mest? Alvarlega heilabilun og tapi á tjáningargetu. Svo er alltaf erfitt að missa einhvern nákominn. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Atvikið sem kom fyrst upp í hugann var þegar ég átti að keyra beinskiptan bíl í raunveruleikaþætti og var nýkomin með bílpróf, festi hann og stóð pikkföst í brekku með halarófu á eftir mér, byrjaði svo að tala á fullu við sjálfa mig og gleymdi hljóðnemanum. Það var býsna skrautlegt. Hverju ertu stoltust af? Ég er frekar stolt af því að klára masterspróf á einu ári um leið og ég var í fimm mánaða heimsreisu og vera sú yngsta í heimi hingað til að útskrifast með M.A.-gráðu í því fagi. Ég er líka stolt af því að hafa gefið út bók, vera í doktorsnámi núna og vinna hjá Almannavörnum. Ég er stolt af þýðingu minni á Hnotubrjótnum og músakónginum og hinu og þessu sem ég hef bardúsað en fyrst og fremst er ég stolt af því að að standa með sjálfri mér og gefast ekki upp. Hefurðu einhvern leyndan hæfileika? Tja, fer kannski ekki leynt með þá hæfileika ef ég nefni þá hér en ég er kattliðug og get stafað aftur á bak. Ég get líka hreyft eyrun en verið kyrr að öllu öðru leyti; hæfileiki sem ég hef ekki fundið not fyrir. Hundar eða kettir? Hundar Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mér finnst alla vega ekki sérstaklega gaman að vafra um netheima í hægri nettengingu. En það skemmtilegasta? Ferðast, skrifa sögur og greinar, læra ný tungumál og málfræðinördast, lesa góðar bækur, taka þátt í skemmtilegum myndatökum, eiga dýrmæta stund með fjölskyldu minni og vinum, dansa, læra eitthvað nýtt og láta gott af mér leiða á einn eða annan hátt. Hvað heldurðu að komi fólki mest á óvart við þig? Ég er mjög opin fyrir að prófa nýja hluti og kem fólki raunar sífellt á óvart með uppátækjum mínum. Hvaða lag syngur þú í sturtu/í bílnum? Það er misjafnt en yfirleitt eru það gömul íslensk lög eins og Vísur Vatnsenda-Rósu, einhver lög sem Ellý Vilhjálms gerði fræg eða ný íslensk lög sem eru mikið í spilun þá stundina. Ég fæ einhverra hluta vegna líka mjög oft barnalög á heilann og get þá raulað þau í tíma og ótíma. Hverju vonast þú til að Miss Universe Iceland keppnin skili þér? Nýjum áskorunum og ævintýrum. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Sjálfsagt gæti ég skrifað heila ritgerð um það en ég kýs þó að lifa einn dag í einu og njóta augnabliksins. Eftir fimm ár stefni ég þó að vera búin með doktorsnámið, búa á Íslandi en halda áfram að skoða heiminn, mennta mig meira og vera umkrind yndislegu fjölskyldu minni og vinum sem er mitt sanna ríkidæmi. Hvar er hægt að fylgjast með þér? Ég nota Instagram mest og það er @vigdisardottir
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Með mikinn aulahúmor og elskar að syngja í bílnum Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur. 16. september 2021 10:00 Þetta eru stelpurnar sem keppast um að komast út til Ísrael Miss Universe Iceland keppnin fer fram þann 29. september í Gamla bíó. Elísabet Hulda mun þar krýna næsta handhafa titilsins Miss Universe Iceland. 15. september 2021 18:00 Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. 5. september 2021 19:01 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Með mikinn aulahúmor og elskar að syngja í bílnum Miss Universe Iceland 2021 fer fram í Gamla bíó 29. september. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe í Ísrael. Næstu daga munum við kynnast keppendum örlítið betur. 16. september 2021 10:00
Þetta eru stelpurnar sem keppast um að komast út til Ísrael Miss Universe Iceland keppnin fer fram þann 29. september í Gamla bíó. Elísabet Hulda mun þar krýna næsta handhafa titilsins Miss Universe Iceland. 15. september 2021 18:00
Miss Universe Iceland hópurinn selur föt til styrktar Píeta Miss Universe Iceland keppnin fer fram í Gamla bíói þann 29. september. Undirbúningur er í fullum gangi og stelpurnar standa nú fyrir fatasölu fyrir góðan málsstað. 5. september 2021 19:01