Áhorfendur geta fylgst með í gegnum Stöð 2 Esport og einnig hér á Vísi og Twitch.
Streymi Steinda og félaga, þeirra Digital Cuz, Óla Jó og MVPete, er stærsta íslenska leikjarstreymið landsins og stóðu þeir félagar fyrir flugeldasýningu öll fimmtudagskvöld í fyrravetur.
Ný þáttaröð hófst fyrr í ágúst og í kvöld heldur keyrslan áfram.
Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna á Twitch en þeir félagar spila í rauntíma.
Hægt er að horfa á beina útsendingu Stöðvar 2 Esport í spilaranum hér fyrir neðan.