Tryggjum að allir geti lifað mannsæmandi lífi Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 16. september 2021 17:00 Það eru grundvallarmannréttindi að búa við félagslegt öryggi og mannlega reisn. Við eigum öll rétt á viðunandi lífsafkomu og því að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu. Til þess þurfum við meðal annars að hafa aðgang að mat, fatnaði, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu. Sláandi niðurstöður könnunar sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands á fátækt meðal fatlaðs fólks sýna okkur að við sem samfélag þurfum að gera miklu betur. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Þannig eiga tæplega átta af hverjum tíu erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman, sex af tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og fjórir af hverjum tíu búa við skort á efnahagslegum gæðum. Þar má einnig sjá að ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sá hópur sem hefur það verst fjárhagslega eru einstæðir fatlaðir foreldrar og einhleypt fatlað fólk. Þó niðurstöður könnunarinnar séu nýjar og sláandi ættu þær ekki að koma á óvart. Ítrekað hefur verið vakin athygli á því að öryrkjar séu sá hópur sem líklegast er að búi við fjárhagsþrengingar og fátækt. Ranghugmyndir um fátækt Til lengri tíma virtust stjórnvöld líta svo á að ekki mætti bæta framfærslumöguleika fatlaðs fólks nema að farið yrði í heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og horft væri meira til starfsgetu en skorts þar á. Það hefur legið fyrir í nokkur ár að það er ekki nokkur vilji til að fara þá leið af hálfu Öryrkjabandalagsins og við hjá BSRB styðjum þá afstöðu. Í stað þess að málin séu hugsuð upp á nýtt og lausnir fundnar hefur málið nánast ekkert verið rætt á vettvangi stjórnmálanna. Það er auðvelt að álykta sem svo að ástæðuna megi að hluta rekja til þeirrar ranghugmyndar að fátækt fólk geti með einhverjum hætti snúið við sinni fjárhagsstöðu ef þau bara hafi viljann til að gera það. Með þeirri hugmyndafræði er grafið undan mannlegri reisn fatlaðs fólks sem hefur ýmist misst starfsgetuna eða býr við skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa. Aðstæðna sem þau höfðu ekkert val um. Rannsókn Vörðu leiddi með skýrum hætti í ljós að það er mikill vilji meðal fatlaðs fólks að vera á vinnumarkaði en það eru ýmsar ástæður fyrir því að það gengur ekki upp. Hluti hópsins hefur misst starfsgetuna og getur því ekki tekið þátt af heilsufarsástæðum. Þau sem hafa starfsgetu til að vinna hlutastörf óttast skerðingar og kröfur um endurgreiðslu til Tryggingastofnunar en staðreyndin er einnig sú að fá sveigjanleg störf eru í boði á vinnumarkaði þar sem algengast er að miðað sé við að sem flestir séu í fullu starfi. Við sem þjóð erum langt frá því markmiði að tryggja að allir búi við fullnægjandi lífsskilyrði. Það skortir á stefnumörkun þegar kemur að framfærslu fatlaðs fólks og það hefur skaðleg áhrif á líf þeirra, barna og fjölskyldna. Það er nefnilega ekki bara fatlað fólk sem lendir í þessari fátæktargildru því það sama á við um börnin þeirra, sem fá ekki sömu möguleika og önnur börn vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Við þurfum ný mælitæki Það er allt of algengt í pólitískri umræðu að við metum árangur okkar sem samfélags út frá hagvexti eða því hvaða fjárhæðum sé veitt í tiltekna málaflokka, sér í lagi í velferðarmálunum. Við ættum frekar að leggja áherslu á útkomuna, hvernig við tryggjum að velferðarkerfið okkar skili því sem við viljum að það skili. Við getum ekki haldið áfram að mæla árangur þjóða með efnahagslegum framförum eingöngu. Við verðum að skoða hvernig við hjálpum hvert öðru. Hvernig við deilum því sem er til skiptanna með réttlátum hætti og sköpum jöfn tækifæri fyrir alla. Við verðum að setja okkur mælanleg markmið, kanna hvort við náum þeim markmiðum og breyta aðferðafræðinni ef svo er ekki. Niðurstöður rannsóknar Vörðu sýna svo ekki verður um villst að almannatryggingakerfið er ekki að þjóna þeim tilgangi sem við viljum að það geri. Þær gefa þvert á móti til kynna að það ríki stefnuleysi þegar kemur að fjárhagsstöðu og heilsu fatlaðs fólks og barna þeirra. Þetta er ekki staða sem við getum sætt okkur við. Við þurfum að taka utan um þennan hóp og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi, náð endum saman og fengið sínum grundvallarþörfum fullnægt. Kröfur fatlaðs fólks eru í grunninn einfaldar. Það þarf að hækka örorkulífeyrinn og tekjutengdar greiðslur, draga úr skerðingum og einfalda kerfið. Öll þau fjölmörgu sem bjóða sig fram til Alþingis í komandi þingkosningum þurfa að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar, hlusta á kröfur fatlaðs fólks og einsetja sér að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru þegar nýtt Alþingi tekur til starfa að loknum kosningum. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Tryggingar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarmannréttindi að búa við félagslegt öryggi og mannlega reisn. Við eigum öll rétt á viðunandi lífsafkomu og því að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu. Til þess þurfum við meðal annars að hafa aðgang að mat, fatnaði, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu. Sláandi niðurstöður könnunar sem Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir Öryrkjabandalag Íslands á fátækt meðal fatlaðs fólks sýna okkur að við sem samfélag þurfum að gera miklu betur. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars fram að fjárhagsstaða fatlaðs fólks er mjög slæm. Þannig eiga tæplega átta af hverjum tíu erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman, sex af tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og fjórir af hverjum tíu búa við skort á efnahagslegum gæðum. Þar má einnig sjá að ríflega átta af hverjum tíu hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Sá hópur sem hefur það verst fjárhagslega eru einstæðir fatlaðir foreldrar og einhleypt fatlað fólk. Þó niðurstöður könnunarinnar séu nýjar og sláandi ættu þær ekki að koma á óvart. Ítrekað hefur verið vakin athygli á því að öryrkjar séu sá hópur sem líklegast er að búi við fjárhagsþrengingar og fátækt. Ranghugmyndir um fátækt Til lengri tíma virtust stjórnvöld líta svo á að ekki mætti bæta framfærslumöguleika fatlaðs fólks nema að farið yrði í heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu og horft væri meira til starfsgetu en skorts þar á. Það hefur legið fyrir í nokkur ár að það er ekki nokkur vilji til að fara þá leið af hálfu Öryrkjabandalagsins og við hjá BSRB styðjum þá afstöðu. Í stað þess að málin séu hugsuð upp á nýtt og lausnir fundnar hefur málið nánast ekkert verið rætt á vettvangi stjórnmálanna. Það er auðvelt að álykta sem svo að ástæðuna megi að hluta rekja til þeirrar ranghugmyndar að fátækt fólk geti með einhverjum hætti snúið við sinni fjárhagsstöðu ef þau bara hafi viljann til að gera það. Með þeirri hugmyndafræði er grafið undan mannlegri reisn fatlaðs fólks sem hefur ýmist misst starfsgetuna eða býr við skerta starfsgetu vegna veikinda eða slysa. Aðstæðna sem þau höfðu ekkert val um. Rannsókn Vörðu leiddi með skýrum hætti í ljós að það er mikill vilji meðal fatlaðs fólks að vera á vinnumarkaði en það eru ýmsar ástæður fyrir því að það gengur ekki upp. Hluti hópsins hefur misst starfsgetuna og getur því ekki tekið þátt af heilsufarsástæðum. Þau sem hafa starfsgetu til að vinna hlutastörf óttast skerðingar og kröfur um endurgreiðslu til Tryggingastofnunar en staðreyndin er einnig sú að fá sveigjanleg störf eru í boði á vinnumarkaði þar sem algengast er að miðað sé við að sem flestir séu í fullu starfi. Við sem þjóð erum langt frá því markmiði að tryggja að allir búi við fullnægjandi lífsskilyrði. Það skortir á stefnumörkun þegar kemur að framfærslu fatlaðs fólks og það hefur skaðleg áhrif á líf þeirra, barna og fjölskyldna. Það er nefnilega ekki bara fatlað fólk sem lendir í þessari fátæktargildru því það sama á við um börnin þeirra, sem fá ekki sömu möguleika og önnur börn vegna erfiðrar fjárhagsstöðu foreldra þeirra. Við þurfum ný mælitæki Það er allt of algengt í pólitískri umræðu að við metum árangur okkar sem samfélags út frá hagvexti eða því hvaða fjárhæðum sé veitt í tiltekna málaflokka, sér í lagi í velferðarmálunum. Við ættum frekar að leggja áherslu á útkomuna, hvernig við tryggjum að velferðarkerfið okkar skili því sem við viljum að það skili. Við getum ekki haldið áfram að mæla árangur þjóða með efnahagslegum framförum eingöngu. Við verðum að skoða hvernig við hjálpum hvert öðru. Hvernig við deilum því sem er til skiptanna með réttlátum hætti og sköpum jöfn tækifæri fyrir alla. Við verðum að setja okkur mælanleg markmið, kanna hvort við náum þeim markmiðum og breyta aðferðafræðinni ef svo er ekki. Niðurstöður rannsóknar Vörðu sýna svo ekki verður um villst að almannatryggingakerfið er ekki að þjóna þeim tilgangi sem við viljum að það geri. Þær gefa þvert á móti til kynna að það ríki stefnuleysi þegar kemur að fjárhagsstöðu og heilsu fatlaðs fólks og barna þeirra. Þetta er ekki staða sem við getum sætt okkur við. Við þurfum að taka utan um þennan hóp og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi, náð endum saman og fengið sínum grundvallarþörfum fullnægt. Kröfur fatlaðs fólks eru í grunninn einfaldar. Það þarf að hækka örorkulífeyrinn og tekjutengdar greiðslur, draga úr skerðingum og einfalda kerfið. Öll þau fjölmörgu sem bjóða sig fram til Alþingis í komandi þingkosningum þurfa að kynna sér niðurstöður rannsóknarinnar, hlusta á kröfur fatlaðs fólks og einsetja sér að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru þegar nýtt Alþingi tekur til starfa að loknum kosningum. Höfundur er formaður BSRB.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun