Hjólaði þvert yfir landið á minna en sólarhring Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 22:01 Veðrið lék ekki við McElveen á ferð hans þvert yfir landið. Evan Ruderman Íþróttamaðurinn Payson McElveen hjólaði nýverið þvert yfir Ísland á innan við sólarhring. Hann er atvinnumaðurinn í fjallahjólreiðum og segir Ísland fallegasta land sem hann hafi komið til. McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda. Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
McElveen lagði af stað frá Akureyri klukkan 04:15 þann 10. september. Hann var svo kominn til Víkur eftir 19 klukkustundir og 45 mínútur. Hafði hann þá ferðast 407 kílómetra á afskekktum fjallavegum Íslands. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segiri að McElveen hafi lýst þessari hjólaferð sem „ferð ævinnar“. Hann er á samningi hjá Red Bull og stendur til að gera ferðinni skil í kvikmynd. Payson McElveen á leið yfir landið.Evan Ruderman „Þessi hjólaferð snérist minna um að slá tímamet heldur væri frekar persónuleg áskorun og tækifæri til að vera í nánd við náttúru Íslands. Lýsir McElveen Íslandi sem fallegasta landi sem hann hefur komið til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að McElveen sé fyrsti maðurinn til að fara þessa leið á innan við sólarhring. Hann naut aðstoðar Chris Burkard, sem er einnig íþróttamaður og ljósmyndari. Hann hefur áður komið til landsins en árið 2019 keppti hann einn í WOW Cyclothon og hjólaði hringveginn á 52:36:19, án þess að sofa. „McElveen hjólaði við erfiðar aðstæður upp á hálendi og á vegum með lágmarksviðhaldi. Þegar hann var kominn niður af hálendinu nýtti hann þjóðveg 1 síðustu 91 km til Vík. Um 223 km af leiðinni var ómalbikað með engri aðstöðu á leiðinni til að stoppa. McElveen lagði af stað með meira en 7.000 kaloríur af mat til að næra sig á ferðalaginu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ferðinni hafi verið flýtt um tvo daga vegna slæmrar veðurspár. Þrátt fyrir það hafi McElveen þurft að hjóla í mótvindi mesta leiðina, í mikilli bleytu og kulda.
Hjólreiðar Akureyri Mýrdalshreppur Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira