Mbappé meiddur af velli er PSG mistókst að vinna | Haller skoraði fjögur í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 21:30 Kylian Mbappé fór meiddur af velli í kvöld. Joris Verwijsty/Getty Images Öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira