Öskubuskuævintýri Sheriff ekkert ævintýri eftir allt saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2021 07:01 Leikmenn Sheriff fagna öðru af mörkum sínum gegn Shakhtar. Alex Nicodim/Getty Images Að Sheriff Tiraspol sé komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hljómar eins og ævintýri eftir H.C. Andersen. Ekki eru þó öll ævintýri byggð á sama grunni. Í fyrsta skipti í sögunni er Sheriff Tiraspol komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hóf leik með frábærum 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk á heimavelli sínum er liðin mættust í D-riðli Meistaradeildarinnar í gærkvöld. Hin tvö lið D-riðils eru svo stórlið Real Madríd og Inter frá Mílanó. Fótboltafélagið Sheriff er staðsett í Tiraspol sem er samkvæmt knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, innan landamæra Moldóvu í austurhluta álfunnar. Borgaryfirvöld í Tiraspol eru ekki alveg sammála því og segja má að borgin sé ekki hluti af Moldóvu nema þegar kemur að fótbolta. Hér má sjá hvar Tiraspol er staðsett.BBC Tiraspol er titluð sem höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Transnistríu en það er ekki viðurkennt á alþjóðavísu. Héraðið er staðsett meðfram ánni Dniester og landamærum Moldóvu og Úkraínu. Má segja að Transnistría og þá sérstaklega Tiraspol sé síðasta virki hinna föllnu Sovétríkja. Því til sönnunar má benda á fána landsins, hamar og sigð á rauðum grunni en þó með grænni línu fyrir miðju. Þá er stytta af Vladímír Lenín er fyrir utan þinghúsið í Tiraspol. Undir venjulegum kringumstæðum væri umræðan jákvæð þegar jafn lítið lið og Sheriff kemst á stærsta svið Evrópu, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sheriff er hins vegar ólíkt öðrum liðum í svipaðri stöðu, aðallega vegna þess að fá lið eru í svipaðri stöðu. Hér má sjá bæði fána ríkisins og styttuna af Lénín.@SlavaMalamud Frá aldamótum hefur Sheriff orðið landsmeistari í Moldóvu nær samfellt, aðeins tvívegis hefur annað lið hrósað sigri í efstu deild þar í landi. Félagið leikur heimaleiki sína á nýbyggðum leikvangi sem mun hafa kostað rúmlega 25 milljarða íslenskra króna í byggingu. Á sama tíma eru nær öll lið Moldóvu á úreltum og úr sér gengnum leikvöngum þar sem örfáar hræður mæta. Þessi lið eru flest byggð upp á heimamönnum og flokkast mörg hver varla sem atvinnumannalið. Í leik Sheriff og Shakhtar í gærkvöld var ekki einn leikmaður frá Moldóvu í byrjunarliði heimamanna. Þar mátti hins vegar finna leikmenn frá Ghana, Kólumbíu, Grikklandi, Perú, Malí, Lúxemborg og Úsbekistan. Þá má til gamans geta að Patrick Pedersen, framherji Vals, lék til að mynda með liðinu árið 2019. Peningurinn liggur í nafninu Fyrirtækið Sheriff er hornsteinn Transnistríu. Það var stofnað á tíunda áratug síðustu aldar og er í dag með puttana í nánast öllu sem er líklegt til að skila hagnaði. Finna má matvöruverslanir, bensínstöðvar, sjónvarpsstöðvar, símafyrirtæki og fótboltalið undir formerkjum Sheriff. Viktor Gushan, annar af stofnendum félagsins, hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi þurft að vinna „milli línanna“ en Transnistría var á sínum tíma ákveðinn miðpunktur smygls í Austur-Evrópu. So let me put this into perspective a little bit. I don't think a lot of folks truly understand what it means that a team from Moldova has made it to the Champions' League.I grew up a 15-minute drive from Tiraspol and I can give you a tiny bit of an idea... https://t.co/m1FKJEj167— Slava Malamud (@SlavaMalamud) August 26, 2021 Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á undanfarna áratugi í Tiraspol er ljóst að fótboltaliið Sheriff er komið í deild þeirra bestu. Til að gera það mögulegt hefur knattspyrnusamband Moldóvu gert hvað það getur til aðstoða. Leikjum hefur verið frestað svo að undirbúningur Sheriff geti verið sem bestur. Er það eflaust ástæðan fyrir því að félagið sló bæði Rauðu Stjörnuna og Dinamo Zagreb út í undankeppninni ásamt því að leggja Shakhtar að velli í riðlakeppninni sjálfri. Það skiptir því litlu máli að Sheriff sé í dag í 4. sæti heima fyrir með 12 stig að loknum fimm leikjum þar sem önnur lið deildarinnar hafa leikið þremur til fjórum leikjum meira. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks gegn stórliðum Real Madríd og Inter frá Mílanó. Miðað við frammistöður Sheriff til þessa er aldrei að vita hvað gerist í Transnistríu í haust. Stuðningsmenn Sheriff fóru mikinn í gær.Alex Nicodim/Getty Images Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. 15. september 2021 18:40 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögunni er Sheriff Tiraspol komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hóf leik með frábærum 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk á heimavelli sínum er liðin mættust í D-riðli Meistaradeildarinnar í gærkvöld. Hin tvö lið D-riðils eru svo stórlið Real Madríd og Inter frá Mílanó. Fótboltafélagið Sheriff er staðsett í Tiraspol sem er samkvæmt knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, innan landamæra Moldóvu í austurhluta álfunnar. Borgaryfirvöld í Tiraspol eru ekki alveg sammála því og segja má að borgin sé ekki hluti af Moldóvu nema þegar kemur að fótbolta. Hér má sjá hvar Tiraspol er staðsett.BBC Tiraspol er titluð sem höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Transnistríu en það er ekki viðurkennt á alþjóðavísu. Héraðið er staðsett meðfram ánni Dniester og landamærum Moldóvu og Úkraínu. Má segja að Transnistría og þá sérstaklega Tiraspol sé síðasta virki hinna föllnu Sovétríkja. Því til sönnunar má benda á fána landsins, hamar og sigð á rauðum grunni en þó með grænni línu fyrir miðju. Þá er stytta af Vladímír Lenín er fyrir utan þinghúsið í Tiraspol. Undir venjulegum kringumstæðum væri umræðan jákvæð þegar jafn lítið lið og Sheriff kemst á stærsta svið Evrópu, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sheriff er hins vegar ólíkt öðrum liðum í svipaðri stöðu, aðallega vegna þess að fá lið eru í svipaðri stöðu. Hér má sjá bæði fána ríkisins og styttuna af Lénín.@SlavaMalamud Frá aldamótum hefur Sheriff orðið landsmeistari í Moldóvu nær samfellt, aðeins tvívegis hefur annað lið hrósað sigri í efstu deild þar í landi. Félagið leikur heimaleiki sína á nýbyggðum leikvangi sem mun hafa kostað rúmlega 25 milljarða íslenskra króna í byggingu. Á sama tíma eru nær öll lið Moldóvu á úreltum og úr sér gengnum leikvöngum þar sem örfáar hræður mæta. Þessi lið eru flest byggð upp á heimamönnum og flokkast mörg hver varla sem atvinnumannalið. Í leik Sheriff og Shakhtar í gærkvöld var ekki einn leikmaður frá Moldóvu í byrjunarliði heimamanna. Þar mátti hins vegar finna leikmenn frá Ghana, Kólumbíu, Grikklandi, Perú, Malí, Lúxemborg og Úsbekistan. Þá má til gamans geta að Patrick Pedersen, framherji Vals, lék til að mynda með liðinu árið 2019. Peningurinn liggur í nafninu Fyrirtækið Sheriff er hornsteinn Transnistríu. Það var stofnað á tíunda áratug síðustu aldar og er í dag með puttana í nánast öllu sem er líklegt til að skila hagnaði. Finna má matvöruverslanir, bensínstöðvar, sjónvarpsstöðvar, símafyrirtæki og fótboltalið undir formerkjum Sheriff. Viktor Gushan, annar af stofnendum félagsins, hefur viðurkennt að fyrirtækið hafi þurft að vinna „milli línanna“ en Transnistría var á sínum tíma ákveðinn miðpunktur smygls í Austur-Evrópu. So let me put this into perspective a little bit. I don't think a lot of folks truly understand what it means that a team from Moldova has made it to the Champions' League.I grew up a 15-minute drive from Tiraspol and I can give you a tiny bit of an idea... https://t.co/m1FKJEj167— Slava Malamud (@SlavaMalamud) August 26, 2021 Þrátt fyrir að mikið hafi gengið á undanfarna áratugi í Tiraspol er ljóst að fótboltaliið Sheriff er komið í deild þeirra bestu. Til að gera það mögulegt hefur knattspyrnusamband Moldóvu gert hvað það getur til aðstoða. Leikjum hefur verið frestað svo að undirbúningur Sheriff geti verið sem bestur. Er það eflaust ástæðan fyrir því að félagið sló bæði Rauðu Stjörnuna og Dinamo Zagreb út í undankeppninni ásamt því að leggja Shakhtar að velli í riðlakeppninni sjálfri. Það skiptir því litlu máli að Sheriff sé í dag í 4. sæti heima fyrir með 12 stig að loknum fimm leikjum þar sem önnur lið deildarinnar hafa leikið þremur til fjórum leikjum meira. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig liðið mætir til leiks gegn stórliðum Real Madríd og Inter frá Mílanó. Miðað við frammistöður Sheriff til þessa er aldrei að vita hvað gerist í Transnistríu í haust. Stuðningsmenn Sheriff fóru mikinn í gær.Alex Nicodim/Getty Images Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. 15. september 2021 18:40 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. 15. september 2021 18:40