Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 11:46 Frá framkvæmdum við Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi. Vísir/Arnar Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira