Moltugerð í Gaju stöðvuð tímabundið vegna myglu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 11:46 Frá framkvæmdum við Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU á Álfsnesi. Vísir/Arnar Fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð SORPU, var stöðvuð tímabundið eftir að myglugró fundust í þaki og burðarvirki hennar í ágúst. SORPA ætlar að hækka gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaði við að flytja úrgang úr landi til brennslu. Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar. Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Rúmt ár er liðið frá því að Gaja var tekin í notkun en stöðin framleiðir metan og moltu úr heimilissorpi. Kostnaður við byggingu stöðvarinnar fór langt fram úr áætlun. Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, var meðal annars leystur frá störfum eftir skýrslu um framúrkeyrsluna. Komið hefur fram að moltan sem er framleidd í stöðinni standist ekki gæðakröfur. Varað var við því áður en stöðin var tekin í notkun. Plast, gler og þungmálmar hafa greinst í henni. Vélræn flokkun hafi skilað 85-90% árangri en það sé ekki nóg. Sveitarfélögin sem standa að SORPU vinna nú að því að sérsafna lífrænum úrgangi til að tryggja stöðinni hreint hráefni Í tilkynningu sem SORPA sendi frá sér í dag kemur fram að myglugró hafi greinst í límtréseiningum í þaki og burðarvirki Gaju. Því hafi fullvinnsla á lífrænum úrgangi í moltu verið stöðvuð tímabundið á meðan umfang vandans er metið og öryggi starfsfólks tryggt. „Myndun myglugróa er hluti af moltugerðarferli þar sem lífrænn úrgangur brotnar niður og eðlilegt að mygla finnist við vinnslu,“ segir í tilkynningunni. Stöðvunin á að ekki að hafa áhrif á getu Gaju til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá lífrænum úrgangi með söfnun metangass. Óháðir sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að gera úttekt á umfangi vandans og leggja fram tillögu til úrbóta. Í tilkynningu segir að upplýsingagjöf til stjórnar SORPU hafi verið verulega ábótavant og jafnvel villandi á byggingartíma stöðvarinnar eins og hafi meðal annars komið fram í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Spurningar eru sagðar vakna um hvernig staðið var að hönnun stöðvarinnar og efnisvali fyrir húsnæðið. Hækka gjaldskrána Brennanlegur úrgangur er nú fluttur úr landi til brennslu en markmið SORPU er að hættta að urða úrgang af umhverfissjónarmiðum. Í tilkynningu SORPU segir að útflutningurinn sé dýrari en urðun. SORPA þurfi að hækka verðskrár sínar vegna reglna um innheimtu kostnaðar við meðhöndlun úrgangs. Til þess að draga úr kostnaði, losun gróðurhúsalofttegunda og auka endurvinnslu er sagt mikilvægt að heimili og fyrirtæki flokki enn betur og skili endurvinnsluefnum í réttan farveg. Fjögur sorpsamlög á suðvesturhorninu ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vinni nú að undirbúningi á framtíðarlausn til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Sorpa Umhverfismál Heilbrigðismál Mygla Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira