Leiðinlegu loforðin Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. september 2021 09:31 Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar