Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2021 23:27 Bandaríski flugherinn birti þessa mynd í dag með fréttatilkynningu um brottför vélanna frá Íslandi. Myndin sýnir B-2 Spirit taka eldsneyti á flugi yfir Atlantshafi þann 6. september síðastliðinn. Á myndinni sést vel hin óvenjulega lögun þessa fljúgandi vængs. U.S. Air Force/Rachel Maxwell Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar. Þoturnar flugu frá Keflavíkurflugvelli til heimavallar síns, Whiteman flugherstöðvarinnar í Missouri um helgina, að því er bandaríski flugherinn skýrði frá í dag. Flugvélarnar komu til Íslands þann 23. ágúst og voru því staðsettar hérlendis um nærri þriggja vikna skeið. Með flugsveitinni komu um tvöhundruð liðsmenn hersins. Hermenn stilla sér upp fyrir framan eina af B-2 sprengjuþotunum á Keflavíkurflugvelli þann 7. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Lending B-2 sprengjuþotu í Keflavík sumarið 2019 vakti mikla athygli og ekki síst þau skilaboð sem fylgdu komu hennar. Áhöfn vélarinnar og hermenn á jörðu æfðu sig þá í hraðri eldsneytisáfyllingu með því að setja á hana eldsneyti án þess að slökkt væri á hreyflunum, rétt eins og hún væri á leið í árásarferð. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þoturnar þrjár, sem núna hafa yfirgefið landið, æfðu meðal annars eldsneytistöku á flugi. Þá tóku þær þátt í samæfingu með F-35 orustuþotum norska flughersins. Einnig æfðu þær með orustuþotum breska flughersins, Eurofighter Typhoons, staðsettum í Lakenheath í Englandi, sem og bandarískum F-15 Eagle orustuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Íslands í síðasta mánuði: Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þoturnar flugu frá Keflavíkurflugvelli til heimavallar síns, Whiteman flugherstöðvarinnar í Missouri um helgina, að því er bandaríski flugherinn skýrði frá í dag. Flugvélarnar komu til Íslands þann 23. ágúst og voru því staðsettar hérlendis um nærri þriggja vikna skeið. Með flugsveitinni komu um tvöhundruð liðsmenn hersins. Hermenn stilla sér upp fyrir framan eina af B-2 sprengjuþotunum á Keflavíkurflugvelli þann 7. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Lending B-2 sprengjuþotu í Keflavík sumarið 2019 vakti mikla athygli og ekki síst þau skilaboð sem fylgdu komu hennar. Áhöfn vélarinnar og hermenn á jörðu æfðu sig þá í hraðri eldsneytisáfyllingu með því að setja á hana eldsneyti án þess að slökkt væri á hreyflunum, rétt eins og hún væri á leið í árásarferð. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september.U.S. Air Force/Victoria Hommel Þoturnar þrjár, sem núna hafa yfirgefið landið, æfðu meðal annars eldsneytistöku á flugi. Þá tóku þær þátt í samæfingu með F-35 orustuþotum norska flughersins. Einnig æfðu þær með orustuþotum breska flughersins, Eurofighter Typhoons, staðsettum í Lakenheath í Englandi, sem og bandarískum F-15 Eagle orustuþotum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu B-2 til Íslands í síðasta mánuði:
Keflavíkurflugvöllur NATO Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40 Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31 B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi. 12. september 2021 13:40
Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. 24. ágúst 2021 22:31
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00