Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2021 13:04 Angjelin Sterkaj heldur því fram að hann hafi skotið Armando til bana eftir að Armando reyndi að grípa haglabyssu úr bílskúr húss síns. Lögreglan segist hvergi hafa fundið skotvopn á heimilinu. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumenn vitnuðu hver á fætur öðrum í kjölfar þess að Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, bar vitni fyrir dómi en hún sagðist sjálf ekkert hafa kannast við að skotvopn væri geymt á heimilinu. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Fundu hvergi haglabyssu Lögreglumenn sem komu á vettvang í Rauðagerði 13. febrúar reyndu að tryggja vettvang um leið og þeir komu á staðinn en mikil ringulreið var á vettvangi. Þóranna lýsti því fyrir dómi í dag að menn hafi ekki áttað sig á því að Armando hafi verið skotinn fyrr en sjúkraflutningamenn klipptu á peysuna sem hann var klæddur í og sáu ummerki skotsárs. Lögreglumenn lýstu því fyrir héraðsdómi í morgun að þeir hafi vísað Þórönnu inn í bílskúr hússins um leið og það varð ljóst og reynt að tryggja vettvang. „Ég fór inn í bílskúrinn til að gera yfirlitsskoðun um nóttina. Við urðum ekki vör við skotvopn í bílskúr. Ég sá engin skotvopn og man ekki að það hafi komið upp. Ég leitaði svo sem ekki til að geta útilokað að skotvopn hafi verið þarna en fann ekki neitt,“ sagði einn lögreglumannanna sem bar vitni fyrir dómi í morgun. Lögreglumenn lýstu því að það hafi verið mjög dimmt um nóttina og því hafi vettvangur verið afmarkaður og tryggður en eiginleg vettvangsrannsókn hafi farið fram morguninn eftir. „Ég kom á vettvang ásamt kollega mínum, þá var búið að flytja brotaþola af vettvangi. Við fundum skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Við tryggjum sönnunargögn og ljósmyndum og skoðum bílskúrinn. Svo var hann innsiglaður og svæðið vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina,“ sagði lögregluþjónn hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að bílskúrinn hafi verið ljósmyndaður í bak og fyrir en ekki leitað ítarlega í honum. Hann hafi hvergi séð vopn. „Nei, og ég kíkti í hillur og skoðaði og það var ekkert óeðlilegt að sjá þar. Ég get ekki útilokað að þar hafi verið byssa en hún hefði verið vel falin.“ Reiknað er með að aðalmeðferð standi næstu fjóra daga og ljúki með málflutningi þann 23. september. Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kom fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumenn vitnuðu hver á fætur öðrum í kjölfar þess að Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, bar vitni fyrir dómi en hún sagðist sjálf ekkert hafa kannast við að skotvopn væri geymt á heimilinu. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Fundu hvergi haglabyssu Lögreglumenn sem komu á vettvang í Rauðagerði 13. febrúar reyndu að tryggja vettvang um leið og þeir komu á staðinn en mikil ringulreið var á vettvangi. Þóranna lýsti því fyrir dómi í dag að menn hafi ekki áttað sig á því að Armando hafi verið skotinn fyrr en sjúkraflutningamenn klipptu á peysuna sem hann var klæddur í og sáu ummerki skotsárs. Lögreglumenn lýstu því fyrir héraðsdómi í morgun að þeir hafi vísað Þórönnu inn í bílskúr hússins um leið og það varð ljóst og reynt að tryggja vettvang. „Ég fór inn í bílskúrinn til að gera yfirlitsskoðun um nóttina. Við urðum ekki vör við skotvopn í bílskúr. Ég sá engin skotvopn og man ekki að það hafi komið upp. Ég leitaði svo sem ekki til að geta útilokað að skotvopn hafi verið þarna en fann ekki neitt,“ sagði einn lögreglumannanna sem bar vitni fyrir dómi í morgun. Lögreglumenn lýstu því að það hafi verið mjög dimmt um nóttina og því hafi vettvangur verið afmarkaður og tryggður en eiginleg vettvangsrannsókn hafi farið fram morguninn eftir. „Ég kom á vettvang ásamt kollega mínum, þá var búið að flytja brotaþola af vettvangi. Við fundum skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Við tryggjum sönnunargögn og ljósmyndum og skoðum bílskúrinn. Svo var hann innsiglaður og svæðið vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina,“ sagði lögregluþjónn hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að bílskúrinn hafi verið ljósmyndaður í bak og fyrir en ekki leitað ítarlega í honum. Hann hafi hvergi séð vopn. „Nei, og ég kíkti í hillur og skoðaði og það var ekkert óeðlilegt að sjá þar. Ég get ekki útilokað að þar hafi verið byssa en hún hefði verið vel falin.“ Reiknað er með að aðalmeðferð standi næstu fjóra daga og ljúki með málflutningi þann 23. september.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52
Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08
Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10