Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2021 13:04 Angjelin Sterkaj heldur því fram að hann hafi skotið Armando til bana eftir að Armando reyndi að grípa haglabyssu úr bílskúr húss síns. Lögreglan segist hvergi hafa fundið skotvopn á heimilinu. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. Þetta kom fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumenn vitnuðu hver á fætur öðrum í kjölfar þess að Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, bar vitni fyrir dómi en hún sagðist sjálf ekkert hafa kannast við að skotvopn væri geymt á heimilinu. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Fundu hvergi haglabyssu Lögreglumenn sem komu á vettvang í Rauðagerði 13. febrúar reyndu að tryggja vettvang um leið og þeir komu á staðinn en mikil ringulreið var á vettvangi. Þóranna lýsti því fyrir dómi í dag að menn hafi ekki áttað sig á því að Armando hafi verið skotinn fyrr en sjúkraflutningamenn klipptu á peysuna sem hann var klæddur í og sáu ummerki skotsárs. Lögreglumenn lýstu því fyrir héraðsdómi í morgun að þeir hafi vísað Þórönnu inn í bílskúr hússins um leið og það varð ljóst og reynt að tryggja vettvang. „Ég fór inn í bílskúrinn til að gera yfirlitsskoðun um nóttina. Við urðum ekki vör við skotvopn í bílskúr. Ég sá engin skotvopn og man ekki að það hafi komið upp. Ég leitaði svo sem ekki til að geta útilokað að skotvopn hafi verið þarna en fann ekki neitt,“ sagði einn lögreglumannanna sem bar vitni fyrir dómi í morgun. Lögreglumenn lýstu því að það hafi verið mjög dimmt um nóttina og því hafi vettvangur verið afmarkaður og tryggður en eiginleg vettvangsrannsókn hafi farið fram morguninn eftir. „Ég kom á vettvang ásamt kollega mínum, þá var búið að flytja brotaþola af vettvangi. Við fundum skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Við tryggjum sönnunargögn og ljósmyndum og skoðum bílskúrinn. Svo var hann innsiglaður og svæðið vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina,“ sagði lögregluþjónn hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að bílskúrinn hafi verið ljósmyndaður í bak og fyrir en ekki leitað ítarlega í honum. Hann hafi hvergi séð vopn. „Nei, og ég kíkti í hillur og skoðaði og það var ekkert óeðlilegt að sjá þar. Ég get ekki útilokað að þar hafi verið byssa en hún hefði verið vel falin.“ Reiknað er með að aðalmeðferð standi næstu fjóra daga og ljúki með málflutningi þann 23. september. Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Þetta kom fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumenn vitnuðu hver á fætur öðrum í kjölfar þess að Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos, bar vitni fyrir dómi en hún sagðist sjálf ekkert hafa kannast við að skotvopn væri geymt á heimilinu. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Fundu hvergi haglabyssu Lögreglumenn sem komu á vettvang í Rauðagerði 13. febrúar reyndu að tryggja vettvang um leið og þeir komu á staðinn en mikil ringulreið var á vettvangi. Þóranna lýsti því fyrir dómi í dag að menn hafi ekki áttað sig á því að Armando hafi verið skotinn fyrr en sjúkraflutningamenn klipptu á peysuna sem hann var klæddur í og sáu ummerki skotsárs. Lögreglumenn lýstu því fyrir héraðsdómi í morgun að þeir hafi vísað Þórönnu inn í bílskúr hússins um leið og það varð ljóst og reynt að tryggja vettvang. „Ég fór inn í bílskúrinn til að gera yfirlitsskoðun um nóttina. Við urðum ekki vör við skotvopn í bílskúr. Ég sá engin skotvopn og man ekki að það hafi komið upp. Ég leitaði svo sem ekki til að geta útilokað að skotvopn hafi verið þarna en fann ekki neitt,“ sagði einn lögreglumannanna sem bar vitni fyrir dómi í morgun. Lögreglumenn lýstu því að það hafi verið mjög dimmt um nóttina og því hafi vettvangur verið afmarkaður og tryggður en eiginleg vettvangsrannsókn hafi farið fram morguninn eftir. „Ég kom á vettvang ásamt kollega mínum, þá var búið að flytja brotaþola af vettvangi. Við fundum skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Við tryggjum sönnunargögn og ljósmyndum og skoðum bílskúrinn. Svo var hann innsiglaður og svæðið vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina,“ sagði lögregluþjónn hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði að bílskúrinn hafi verið ljósmyndaður í bak og fyrir en ekki leitað ítarlega í honum. Hann hafi hvergi séð vopn. „Nei, og ég kíkti í hillur og skoðaði og það var ekkert óeðlilegt að sjá þar. Ég get ekki útilokað að þar hafi verið byssa en hún hefði verið vel falin.“ Reiknað er með að aðalmeðferð standi næstu fjóra daga og ljúki með málflutningi þann 23. september.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52
Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08
Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10