Vaxtalaust lán til ríkisins frá landsbyggðinni Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 14. september 2021 15:01 Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun