Vaxtalaust lán til ríkisins frá landsbyggðinni Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 14. september 2021 15:01 Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun