Texas er víða Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa 14. september 2021 12:00 Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun