BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja með í Texas þar sem góð miðasala hækkaði verðlaunaféð um milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir í kynningarmyndatöku fyrir heimsleikana á dögunum. CrossFit Games Íslensku CrossFit stjörnurnar Björgvin Karl Guðmundsson, Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu öll keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í Austin í Texasfylki í næsta mánuði. Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Rogue Invitational, sem fer nú fram í þriðja sinn, hefur verið að kynna staðfesta keppendur til leiks og í gær var Katrín Tanja staðfest. Áður hafði verið tilkynnt um það að Björgvin Karl og Anníe Mist yrðu einnig með á mótinu en þetta er fyrsta mót þeirra allra síðan á heimsleikunum í ágústbyrjun þar sem Anníe varð þriðja, Björgvin Karl fjórði og Katrín endaði í tíunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rogue Invitational er eitt af þessum stóru mótum og mikill áhugi er á því vestan hafs. Það sést á miðasölunni á mótið. Þessi góða miðasala skiptir miklu máli fyrir keppendur og þá erum við ekki aðeins að tala um þá staðreynd að það verði meiri stemmning á áhorfendapöllunum. Í viðbót við það þá hefur miðasalan áhrif á verðlaunaféð á mótinu. Góð miðasala hefur því séð til þess að samanlagt verðlaunafé keppenda hefur hækkað um hundrað þúsund Bandaríkjadali. Hundrað þúsund dalir eru 12,8 milljónir íslenskra króna en bara verðlaunafé meistarans hefur hækkað um tíu þúsund dali eða 1,2 milljón íslenskra króna. Verðlaunaféð gæti hækkað aðeins meira seljist allir miðar upp á mótið. Það er ljóst að stjörnur eins og BKG, Anníe Mist og Katrín Tanja eru að trekkja að á mótið og því ekkert annað en fyllilega sanngjarnt að það skili þeim eitthverju í vasann líka. Þetta fyrirkomulag er kannski komið til að vera á stóru atvinnumótunum í CrossFit en það á eftir að koma betur í ljós. Það fylgir reyndar sögunni að báðir heimsmeistararnir, Tia Clair Toomey hjá konunum og Justin Medeiros hjá körlunum, verða bæði með á mótinu sem fer fram frá 29. til 31. október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira