Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2021 22:40 Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var kátur í kvöld. EPA-EFE/Javad Parsa Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre. Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fyrstu tölur gáfu sterklega til kynna að Verkamannaflokkurinn yrði stærsti flokkurinn á þingi og að sitjandi ríkisstjórn myndi falla. Nú er ljóst að átta ára tíð Ernu Solberg er á enda en norskir fjölmiðlar hafa greint frá því að hún hafi hringt í Støre í kvöld, játað ósigur og óskað honum til hamingju með sigurinn. Búið er að telja 97,5 prósent atkvæða og samkvæmt þeim mun rauða blokkin svokallaða, sem Gahr Støre leiðir, ná 100 þingsætum, gegn 68 þingsætum bláu blokkarinnar, sem Solberg leiðir. Rauða blokkin samanstendur af Verkamannaflokknum, Miðflokknum, Vinstri sósíalistum, Rauða flokknum og Græningjum. Fyrir kosningarnar sagðist Gahr Støre helst vilja mynda draumaríkisstjórnina sína með Miðflokki og Vinstri sósíalistum. Allt útlit er fyrir að þessir flokkar hafi nægan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn, eða 87 sæti. 85 sæti eða fleiri nægja til að mynda meirihluta. Segir Gahr Støre að hann muni byrja að ræða við formenn þessa flokka, en hann muni þó einnig heyra í formönnum Rauða flokksins og Græningja. Gahr Støre var afar kátur er hann ávarpaði liðsfélaga sína í kvöld. „Við höfum beðið, við höfum vonað og við höfum lagt hart að okkur og núna getum við loksins sagt að okkur tókst það,“ sagði Gahr Støre.
Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira