Frelsi frá krónunni Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 14. september 2021 08:01 Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun