Karlmaður með endómetríósu??? Guðjón R. Sveinsson skrifar 13. september 2021 20:30 Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli okkur strákunum myndi líða ef það væri stanslaust verið að sparka í klofið á okkur??? Stundum svo fast að við ælum eða erum við það að æla? Þetta væri ekkert sérlega glæsilegt ástand á okkur enda hefur maður oftar en ekki séð ástandið á mönnum eftir slík högg. En hvernig væri ástandið á okkur ef þetta ,,högg“ kæmi innvortis og við fengum ekkert við þetta ráðið og þetta væru jafnvel mörg högg í röð? Við vitum að við erum að fara fá höggið, vitum samt ekki nákvæma tímasetningu á því en vitum að það er að koma. Viðbrögðin við slíku höggi er að við engjumst um og kveljumst af miklum sársauka, verkir í maga og ælutilfinningin. Þetta er að margra mati eitt það allra versta sem hægt er að lenda í. En hafandi horft á eiginkonu mína, og núna 12 ára dóttur mína, engjast um í tíma og ótíma útaf skelfilegum verkjum, liggja á baðherbergisgólfinu með tárin í augunum, kastandi upp í verkjaköstum að þá er þetta eins og að horfa á karlmann fá spark í klofið aftur og aftur og aftur, föst högg og beint á réttan stað. Þetta er það sem kvenfólk með endómetríósu er að upplifa. Gífurlegur sársauki sem ég sem eiginmaður og faðir get ekkert gert til að hjálpa með. Eins og þetta hafi ekki verið nægjanlega slæm lýsing að þá er kannski rétt að geta þess að þessi lýsing er jafnvel eftir að búið er að taka inn verkjatöflur. Ég horfi á konurnar mínar engjast um í sársaukaköstum og spyr þá um leið hvað hægt er að gera? Skurðaðgerðir eru ein leið til að reyna koma í veg fyrir verkina en þá er verið að reyna fjarlægja blöðrur sem springa inn í líkama kvenna með tilheyrandi sársauka. En væri ekki fínt að komast í slíka aðgerð? Verst að á Íslandi eru engir sérvottaðir skurðlæknar í endómetríósu og Tryggingastofnun ríkisins aðstoðar konurnar ekki við að komast erlendis í aðgerð. Skv. reglum TR virðist vera heimilt að sækja í aðgerðir erlendis sem ekki er hægt eða ekki eru framkvæmdar hérlendis. En konur með endómetríósu virðast ekki falla þarna undir jafnvel þó flóknari skurðlækningar í endómetríósu séu ekki í boða á Íslandi og því vart hægt að segja að þessar aðgerðir séu framkvæmdar hérlendis.Hvers virði er ein íslensk kona sem þjáist af endómetríósu? Þær geta fallið í nokkra flokka, þurft á verkjalyfjum að halda allt sitt líf vegna þess, þurft á þunglyndislyfjum að halda vegna rangrar sjúkdómsgreiningar annars vegar og álags vegna sjúkdómsins hinsvegar. Þær missa sumar ótal marga daga úr vinnu vegna sjúkdómsins eða verða einfaldlega öryrkjar. Allt er þetta gífurlegur kostnaður fyrir ríkið sem þó hægt væri að draga talsvert úr og breyta t.d. öryrkjum yfir í virka aðila í atvinnulífinu. Hagur ríkisins er ótvíræður að ógleymdum hag þeirra kvenna sem við sjúkdóminn etja. Við aðstandendur getum lítið gert annað en að vera til staðar, reyna sína stuðning og skilning og trúið mér, bara það getur verið gríðarlega erfitt. En þær þurfa að fá skilning ríkisins líka svo mögulega hægt verði að koma í veg fyrir þetta skelfilega mein sem endómetríósa er. Höfundur er aðstandandi kvenna með endometriósu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun