Enginn Íslendingur var í byrjunarliðum Elfsborg og Hacken er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni. Sveinn Aron Guðjohnsen og Hákon Rafn Valdimarsson voru á bekknum hjá Elfsborg á meðan Valgeir Lunddal Friðriksson var á varamannabekk gestanna.
Staðan var 3-2 Elfsborg í vil þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum á 78. mínútu. Gulltryggði hann sigur heimamanna með sínu fyrsta marki fyrir félagið er ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.
Lokatölur 4-2 Elfsborg í vil sem er nú í 3. sæti með 36 stig eftir 18 leiki, stigi minna en topplið Djurgarden og AIK. Hacken er í 10. sæti með 22 stig.
Gudjohnsen! 4-2 till Elfsborg i slutminuterna
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 13, 2021
Se matchen nu på https://t.co/Nmw67Zlu4o pic.twitter.com/mpG1nON2Iu
Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn í 2-1 sigri OB á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kristófer Ingi Kristinsson lék síðustu tíu mínúturnar í liði SönderjyskE.
Þegar átta umferðum er lokið er OB með 10 stig á meðan SönderjyskE er með aðeins fimm.