Oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2021 20:30 Aðstandendur útsýnispallsins á Bolafjalli voru oft komnir á fremsta hlunn með að hætta við byggingu pallsins, að sögn bæjarstjóra Bolungarvíkur. En ástríðan fyrir verkefninu trompaði öll bakslög og nú er pallurinn nánast tilbúinn. Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Aðeins tvö ár eru síðan hugmyndir að útsýnispallinum litu fyrst dagsins ljós. Stefnt er að því að byrja að skrúfa gólf í pallinn 20. september og opna hann um viku síðar. En bygging pallsins hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Í ágúst voru framkvæmdir stöðvaðar, sem þá var þó nánast lokið, þar sem byggingaleyfi hafði ekki enn verið gefið út. Haft var eftir sérfræðingi hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun að málið væri „eitt það versta sem hann hefði séð“. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir ýmsar ástæður fyrir því að fórst fyrir að fá leyfi. „Ég held við deilum bara sök í því, við og þeir sem að þessu koma, en byggingaleyfið er komið þannig að það var í rauninni ekkert í pallinum sem kom í veg fyrir að þetta gerðist.“ Útsýnispallurinn er á lokametrunum.Vísir/Sigurjón Þá þurfti að endurhanna pallinn eftir að búið var að bora festingar í bergið fyrir neðan hann. „Svo kemur bara símtalið, þetta er ekki hægt, það er ekki hægt að festa pallinn svona, þannig að það var bara smá panikk og fósturstelling í eina nótt og svo var bara byrjað upp á nýtt,“ segir Jón Páll. Nú á aðeins eftir að setja gólf í pallinn.Vísir/Sigurjón Og nú hillir loks undir verklok. „Það hafa verið mörg móment þar sem einhver hefur sagt: Við skulum bara hætta þessu. En allir hafa verið sammála um það að við ætlum að klára þetta, við ætlum að láta þetta gerast, og það er bara íslenska leiðin á þetta. Við setjum undir okkur hausinn, klárum vinnuna, látum þetta gerast og hér erum við komin,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29 Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01
Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp. 26. ágúst 2021 09:29
Sallarólegir við störf í rúmlega 600 metra hæð Útsýnispallur á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík er að taka á sig endanlega mynd, aðeins rúmum tveimur árum eftir að hugmyndir um hann voru kynntar. 16. ágúst 2021 11:52