500 megi koma saman og opnunartími skemmtistaða lengist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2021 18:31 Þórólfur skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í gær. vísir/sigurjón Sóttvarnalæknir leggur til talsverðar tilslakanir á öllum samkomutakmörkunum innanlands í minnisblaði sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur. „Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Þegar það gengur vel og þetta er að fara niður og við erum ekki í vanda þá getum við haldið áfram á þessari braut. En eins og ég hef margoft sagt þá verðum við að fara varlega og læra af reynslunni frá fyrri bylgjum, hvað fór úrskeiðis hjá okkur og passa að lenda ekki í því aftur,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu fyrir hádegi í dag. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hverjar nýjar tillögur sínar væru nákvæmlega fyrr en ríkisstjórnin hefði rætt þær á fundi sínum í fyrramálið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra staðfesti í samtali við fréttastofu að nokkurra tilslakana mætti vænta næsta föstudag þegar núgildandi takmarkanir renna út. Þær yrðu væntanlega í samræmi við tillögur Þórólfs en hún vildi ekki, frekar en hann sjálfur, gefa neitt upp um nákvæmt innihald minnisblaðsins. Enn stærri viðburðir leyfðir með hraðprófum Fréttastofa hefur þó áreiðanlegar heimildir fyrir því að í minnisblaðinu sé lagt til að almennar samkomutakmarkanir fari úr 200 manns upp í 500. Hingað til hafa 500 mátt koma saman á stórum viðburðum í sóttvarnahólf með notkun hraðprófa. Á slíkum viðburðum hefur þá gilt grímuskylda. Í minnisblaðinu er lagt til að slíkir viðburðir megi verða stærri og á þeim er einnig boðuð breyting á grímuskyldunni. Fréttastofa fékk það ekki staðfest hve stóra viðburði sóttvarnalæknir leggur til né hvort grímuskyldan verði felld niður á þeim öllum. Lengri opnunartími skemmtistaða Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tilslakanir einnig gerðar á opnunartíma skemmtistaða, sem hafa hingað til mátt hleypa inn gestum og selja þeim áfengi til klukkan 23 á kvöldin. Staðirnir hafa síðan þurft að vera orðnir tómir á miðnætti. Hversu lengi þeir fá að hafa opið ef Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fellst á tillögur Þórólfs er óljóst en miðað við orðræðu sóttvarnalæknis síðustu vikur má ekki búast við gífurlegum tilslökunum hér. Hann hefur ítrekað bent á að allar bylgjur faraldursins hér á landi hafi hafist með hópsmitum á næturlífinu og talaði um það við fréttastofu í dag að í tillögum sínum tæki hann mið af fyrri reynslu í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira