Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Stefán Atli Rúnarsson skrifar 13. september 2021 11:00 Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Nýsköpun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun