Nýsköpunarbærinn Hafnarfjörður? Stefán Atli Rúnarsson skrifar 13. september 2021 11:00 Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Nýsköpun Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur uppá fjölmargt að bjóða fyrir ungt fólk. Ég kynntist Hafnarfirði fyrst í gegnum nám mitt á fjölmiðlabraut við Flensborgarskólann. Í skólanum eignaðist ég vini sem eru enn þá góðir vinir mínir í dag og á menntaskólaaldri tókst okkur að rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Fyrir þá sem ekki vita þá rekur Hafnarfjarðarbær félagsmiðstöðina Músík og Mótor, en þar er aðsetur fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til þess að koma saman og skapa tónlist og kvikmyndir. Félagsmiðstöðin leigir hljómsveitum og skapandi einstaklingum herbergi til listsköpunar. Þó ekki endurgjaldslaust því einstaklingarnir og hljómsveitirnar þurfa að flytja tónlist sína á tyllidögum og viðburðum á vegum bæjarins sem greiðslu fyrir afnot af rýminu. Reynsla mín af þessari tilteknu félagsmiðstöð er mjög góð, þarna fengu ég og vinir mínir tækifæri til þess að skapa tónlist, tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og rækta hæfileika okkar á sviði skapandi greina. Ég vil meina að sá kraftur og sá stuðningur sem við fengum hafi ýtt okkur út í fyrirtækjarekstur á myndbandaframleiðslufyrirtækinu Kalt ehf sem ég og vinur minn stofnuðum, þá ungir að árum. Í dag er svo mikilvægt og sérstaklega á þessum tímum að ungt fólk sem hefur getu og kraft fái tækifæri til þess að stofna ný fyrirtæki sem geta ýtt undir nýsköpun, skapað störf og örvað hagvöxt á einhvern hátt. Ég vil hvetja öll þau ungmenni sem hafa áhuga á skapandi greinum sbr. tónlistar og myndbandagerð að kynna sér félagsmiðstöðina Músík og Mótor. Hafnarfjörður er bær sem gott er að búa í og langar mig því að nýta þennan pistil og þakka Hafnarfjarðarbæ fyrir að bjóða upp á innviði sem ungt fólk getur nýtt sér í skapandi greinum og frumkvöðlastarf Að lokum þá hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að efla enn frekar nýsköpun á hinum ýmsu sviðum til að auka fjölbreytni og flóru í menningu og listum. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun