Hetjur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 12. september 2021 16:00 Nú eru 20 ár frá því að Todd Beamer lést ásamt fjölda annarra eftir að hafa unnið hetjudáð sem segir mikla sögu um einstaklingana sem áttu í hlut og þau gildi sem þeir ólustu upp við. Þegar Todd Beamer fórst var hann 32 ára gamall sölumaður hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Hann fæddist í hinni þjökuðu borg Flint í Michigan en var kennt að meta vinnusemi og kristin gildi. Beamer gekk í skóla tengdan kirkjunni og þótti efnilegur íþróttamaður. En ljóst varð að draumurinn um að verða atvinnumaður í hafnabolta myndi ekki rætast eftir slys sem olli honum varanlegum skaða. Eftir það keppti hann þó fyrir lið kirkjunnar sinnar og hann og eiginkonan sáu um sunnudagaskólann í sjálfboðavinnu. Daginn örlagaríka var Beamer nýkominn úr fríi á Ítalíu með tveimur ungum sonum sínum og ófrískri eiginkonu. Ferðina fékk hann í verðlaun fyrir samviskusemi og góða frammistöðu í vinnu sinni. Hann ákvað að koma við heima í einn dag til að vera með fjölskyldunni í stað þess að fljúga beinustu leið á næsta fund. Fyrir vikið var hann einn af farþegunum í flugi UA93, flugvél sem hrapaði til jarðar og sprakk á akri í Pennsylvaníu. Vélin hafði verið yfirtekin af hryðjuverkamönnum sem ætluðu að fljúga henni á bandaríska þinghúsið. Beamer og aðrir farþegar komu í veg fyrir það með því að skipuleggja gagnsókn sem hófst þegar hann mælti hin fleygu orð „Ok. Let’s roll” – „Jæja, látum vaða“. Þegar ég heyrði söguna fyrst hugsaði ég með mér að enginn nema Ameríkani myndi bregðast svona við í þessum aðstæðum. Standandi frammi fyrir dauðanum hvatti maðurinn fólk til dáða eins og hetja úr Hollywoodmynd þrátt fyrir að mega vita að enginn myndi lifa til að segja söguna. En sagan var skráð vegna þess að þjónustufulltrúi hjá símafyrirtæki heyrði það sem á gekk í flugvélinni. Stundum gætir fordóma í garð Ameríkana. Vissulega má laga margt í samfélagi þeirra en í Bandaríkjunum varðveittist fram á þessa öld gildismat þar sem var lögð er áhersla á að taka ábyrgð og gera rétt. -„Gjör rétt, þol ei órétt“. Landsmönnum hefur verið innrætt að þegar aðstæður kalla á það eigi þeir að vera hetjur. Ég er minnugur þess að sem barn í bandarískum skóla var okkur kennt að það væri skylda okkar að standa okkur þegar mikið lægi við. Flug UA93 Þegar fjórir hryðjuverkamenn höfðu tekið stjórn á flugvélinni sem var á leið frá Newark til San Francisco heyrðu Beamer og aðrir farþegar af því að flugvélum hefði verið flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Farþegarnir vissu því að þeir myndu líklega deyja og fjölmargir aðrir til viðbótar. Þá gerðist nokkuð sem getur ekki talist sjálfgefið við þessar aðstæður. Nokkrir farþegar og flugfreyjur héldu fund aftarlega í flugvélinni til að ræða hvað ætti að gera. Eftir umræður voru greidd atkvæði. Fólk í flugvél sem stjórnað var af hryðjuverkamönnum og vissi að það ætti að líkindum skammt eftir ólifað hélt sem sagt samráðsfund og lýðræðislega atkvæðagreiðslu um hvernig skyldi bregðast við. Niðurstaðan varð sú að ráðast til atlögu. Fólkið leitaði að hlutum sem gætu nýst sem vopn og flugfreyjan Sandra Bradshaw sauð vatn til að nota í bardaganum sem var fram undan. Flugræningjarnir höfðu orðið varir við að eitthvað væri um að vera og brugðust við með því að kasta flugvélinni fram og aftur en andspyrnuhópurinn lét það ekki slá sig út af laginu. Til er upptaka af hluta atburðarásarinnar vegna þess að Beamer hafði reynt að hringja heim en bara komst í samband við þjónustufulltrúa símafyrirtækisins, konu að nafni Lísa Jefferson. Þau töluðu saman í 13 mínútur. Á þeim mínútum veitti hún mikinn andlegan stuðning. Todd Beamer, sem bjóst við því að deyja innan stundar, og þjónustufulltrúinn sem hann hafði fyrir tilviljun komist í samband við fóru saman með 23. Davíðssálm Biblíunnar „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum“. Beamer var furðu yfirvegaður á meðan á samtalinu stóð og sagði m.a. að ákveðið hefði verið að leyfa flugvélinni að hrapa ef með þyrfti til að koma í veg fyrir frekari árás á Bandaríkin. Þegar hryðjuverkamennirnir byrjuðu að henda flugvélinni til og frá heyrist hann þó kalla „Lísa!“. Það var nafn eiginkonu hans en nafna hennar, þjónustufulltrúinn, spurði hvernig hann vissi hvað hún héti. Skömmu síðar kallaði Beamer þó á þá Lísu sem var í símanum til að spyrja hvort hún væri farin og hún svaraði. „Ég er enn hér, ég lofaði að ég myndi ekki yfirgefa þig“. „Látum vaða“ Eftir að farþegarnir og flugfreyjurnar höfðu ráðið ráðum sínum og greitt atkvæði mælti Beamer loks hin fleygu orð: „Are you ready? Ok. Lets roll!“ („Eruð þið tilbúin? Jæja, látum vaða!“). Úr urðu mikil átök áður en flugvélin steyptist til jarðar og allir um borð fórust. Hetjudáðir fólksins um borð í flugvélinni sem hrapaði á akurinn í Pennsylvaníu voru ekki þær einu þennan dag. 343 slökkviliðsmenn fórust á Manhattan við að reyna að bjarga samborgurum sínum auk 71 lögreglumanns og annarra sem lögðu sig í hættu við skyldustörf. Allt hafði þetta fólk alist upp við gildi sem komu ekki af sjálfum sér og urðu ekki til úr engu. Íslandssagan geymir ótal dæmi um slíkra hetjulund fram á þennan dag. Öflugt starf björgunarsveitanna eru nærtækt dæmi en þau eru fjölmörg á sjó og landi. Vestur Íslendingar skilja mikilvægi þessarar arfleifðar og bera virðingu fyrir henni. Í bland við áherslur Ameríkumanna og frumkvöðulshugsjón hefur það reynst þeim dýrmætt veganesti. Við Íslendingar ættum að bera sömu virðingu fyrir þessum hugsjónum. Gleymum hvorki því fólki sem hefur fórnað sér fyrir aðra né þeim gildum sem það hafði að leiðarljósi. Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú eru 20 ár frá því að Todd Beamer lést ásamt fjölda annarra eftir að hafa unnið hetjudáð sem segir mikla sögu um einstaklingana sem áttu í hlut og þau gildi sem þeir ólustu upp við. Þegar Todd Beamer fórst var hann 32 ára gamall sölumaður hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Hann fæddist í hinni þjökuðu borg Flint í Michigan en var kennt að meta vinnusemi og kristin gildi. Beamer gekk í skóla tengdan kirkjunni og þótti efnilegur íþróttamaður. En ljóst varð að draumurinn um að verða atvinnumaður í hafnabolta myndi ekki rætast eftir slys sem olli honum varanlegum skaða. Eftir það keppti hann þó fyrir lið kirkjunnar sinnar og hann og eiginkonan sáu um sunnudagaskólann í sjálfboðavinnu. Daginn örlagaríka var Beamer nýkominn úr fríi á Ítalíu með tveimur ungum sonum sínum og ófrískri eiginkonu. Ferðina fékk hann í verðlaun fyrir samviskusemi og góða frammistöðu í vinnu sinni. Hann ákvað að koma við heima í einn dag til að vera með fjölskyldunni í stað þess að fljúga beinustu leið á næsta fund. Fyrir vikið var hann einn af farþegunum í flugi UA93, flugvél sem hrapaði til jarðar og sprakk á akri í Pennsylvaníu. Vélin hafði verið yfirtekin af hryðjuverkamönnum sem ætluðu að fljúga henni á bandaríska þinghúsið. Beamer og aðrir farþegar komu í veg fyrir það með því að skipuleggja gagnsókn sem hófst þegar hann mælti hin fleygu orð „Ok. Let’s roll” – „Jæja, látum vaða“. Þegar ég heyrði söguna fyrst hugsaði ég með mér að enginn nema Ameríkani myndi bregðast svona við í þessum aðstæðum. Standandi frammi fyrir dauðanum hvatti maðurinn fólk til dáða eins og hetja úr Hollywoodmynd þrátt fyrir að mega vita að enginn myndi lifa til að segja söguna. En sagan var skráð vegna þess að þjónustufulltrúi hjá símafyrirtæki heyrði það sem á gekk í flugvélinni. Stundum gætir fordóma í garð Ameríkana. Vissulega má laga margt í samfélagi þeirra en í Bandaríkjunum varðveittist fram á þessa öld gildismat þar sem var lögð er áhersla á að taka ábyrgð og gera rétt. -„Gjör rétt, þol ei órétt“. Landsmönnum hefur verið innrætt að þegar aðstæður kalla á það eigi þeir að vera hetjur. Ég er minnugur þess að sem barn í bandarískum skóla var okkur kennt að það væri skylda okkar að standa okkur þegar mikið lægi við. Flug UA93 Þegar fjórir hryðjuverkamenn höfðu tekið stjórn á flugvélinni sem var á leið frá Newark til San Francisco heyrðu Beamer og aðrir farþegar af því að flugvélum hefði verið flogið á Tvíburaturnana í New York og Pentagon í Washington. Farþegarnir vissu því að þeir myndu líklega deyja og fjölmargir aðrir til viðbótar. Þá gerðist nokkuð sem getur ekki talist sjálfgefið við þessar aðstæður. Nokkrir farþegar og flugfreyjur héldu fund aftarlega í flugvélinni til að ræða hvað ætti að gera. Eftir umræður voru greidd atkvæði. Fólk í flugvél sem stjórnað var af hryðjuverkamönnum og vissi að það ætti að líkindum skammt eftir ólifað hélt sem sagt samráðsfund og lýðræðislega atkvæðagreiðslu um hvernig skyldi bregðast við. Niðurstaðan varð sú að ráðast til atlögu. Fólkið leitaði að hlutum sem gætu nýst sem vopn og flugfreyjan Sandra Bradshaw sauð vatn til að nota í bardaganum sem var fram undan. Flugræningjarnir höfðu orðið varir við að eitthvað væri um að vera og brugðust við með því að kasta flugvélinni fram og aftur en andspyrnuhópurinn lét það ekki slá sig út af laginu. Til er upptaka af hluta atburðarásarinnar vegna þess að Beamer hafði reynt að hringja heim en bara komst í samband við þjónustufulltrúa símafyrirtækisins, konu að nafni Lísa Jefferson. Þau töluðu saman í 13 mínútur. Á þeim mínútum veitti hún mikinn andlegan stuðning. Todd Beamer, sem bjóst við því að deyja innan stundar, og þjónustufulltrúinn sem hann hafði fyrir tilviljun komist í samband við fóru saman með 23. Davíðssálm Biblíunnar „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum“. Beamer var furðu yfirvegaður á meðan á samtalinu stóð og sagði m.a. að ákveðið hefði verið að leyfa flugvélinni að hrapa ef með þyrfti til að koma í veg fyrir frekari árás á Bandaríkin. Þegar hryðjuverkamennirnir byrjuðu að henda flugvélinni til og frá heyrist hann þó kalla „Lísa!“. Það var nafn eiginkonu hans en nafna hennar, þjónustufulltrúinn, spurði hvernig hann vissi hvað hún héti. Skömmu síðar kallaði Beamer þó á þá Lísu sem var í símanum til að spyrja hvort hún væri farin og hún svaraði. „Ég er enn hér, ég lofaði að ég myndi ekki yfirgefa þig“. „Látum vaða“ Eftir að farþegarnir og flugfreyjurnar höfðu ráðið ráðum sínum og greitt atkvæði mælti Beamer loks hin fleygu orð: „Are you ready? Ok. Lets roll!“ („Eruð þið tilbúin? Jæja, látum vaða!“). Úr urðu mikil átök áður en flugvélin steyptist til jarðar og allir um borð fórust. Hetjudáðir fólksins um borð í flugvélinni sem hrapaði á akurinn í Pennsylvaníu voru ekki þær einu þennan dag. 343 slökkviliðsmenn fórust á Manhattan við að reyna að bjarga samborgurum sínum auk 71 lögreglumanns og annarra sem lögðu sig í hættu við skyldustörf. Allt hafði þetta fólk alist upp við gildi sem komu ekki af sjálfum sér og urðu ekki til úr engu. Íslandssagan geymir ótal dæmi um slíkra hetjulund fram á þennan dag. Öflugt starf björgunarsveitanna eru nærtækt dæmi en þau eru fjölmörg á sjó og landi. Vestur Íslendingar skilja mikilvægi þessarar arfleifðar og bera virðingu fyrir henni. Í bland við áherslur Ameríkumanna og frumkvöðulshugsjón hefur það reynst þeim dýrmætt veganesti. Við Íslendingar ættum að bera sömu virðingu fyrir þessum hugsjónum. Gleymum hvorki því fólki sem hefur fórnað sér fyrir aðra né þeim gildum sem það hafði að leiðarljósi. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun