Áttu börn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. september 2021 11:00 Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun