Liðið, sem er eina Kanadíska liðið í NBA deildinni og þar með eina liðið sem leikur heimaleiki sína utan Bandaríkjanna neyddist til þess á síðasta tímabili að flytja til Tampa í Flórída ríki. Ástæðan er sú að mismunandi reglur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar giltu á landamærum landanna tveggja.
Þetta hefði þýtt gríðarlegt flækjustig fyrir öll liðin þegar það kæmi að því að spila í Toronto sem og fyrir liðsmenn Raptors þegar þeir þyrftu að snúa til baka til Kanada enda reglurnar á þeirra landamærum harðari síðastliðin vetur. Hefðu leikmenn og þjálfara til að myndi þurft að eyða ansi miklum tíma í sóttkví eða einangrun.
Toronto Raptors given green light to play at Scotiabank Arena this seasonhttps://t.co/Ekvz4Q5nWZ
— CP24 (@CP24) September 10, 2021
Þetta var staðfest í gærkvöldi og ætti hið margfræga slagorð Raptors: „We the north“ að eiga betur við á komandi tímabili.