Tekst óstöðvandi Blikum að hefna fyrir tapið á Hlíðarenda eða minna Íslandsmeistar Vals á sig? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2021 11:30 Valur vann viðureign liðanna á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik og Valur mætast í leik leikjanna á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrir leik eru Blikar með 41 stig á toppi Pepsi Max deildar karla á meðan Valur er í 3. sæti með 36 stig. Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Mikið þarf að ganga upp til að Valur verði Íslandsmeistari en sigur verður að vinnast í kvöld ætli Valsmenn sér að landa fjórða titlinum á síðustu fimm árum. Þann 16. júní mættust Valur og Breiðablik að Hlíðarenda. Valsmenn höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð og var talið af Blikar myndu sækja sigur væri öruggt að Íslandsmeistaratitillinn yrði ekki áfram á Hlíðarenda. Fór það svo að Valur vann í leik sem var talinn nokkuð lýsandi fyrir sumarið hjá báðum liðum. Gestirnir úr Kópavogi spiluðu frábærlega en tókst ekki að koma knettinum framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í marki Vals. Á hinum enda vallarins nýttu Valsmenn að því virtist öll sín tækifæri og unnu á endanum 3-1 sigur. Þó svo að lokatölur hafi ef til vill ekki gefið rétta mynd af leiknum var talið að þetta gæti orðið saga liðanna í sumar. Breiðablik, sókndjarfir og léttleikandi en kærulausir – eða óheppnir – fyrir framan markið á meðan Valur er þetta lið sem þarf bara eitt færi til að skora og vörn sér um rest. Annað átti eftir að koma á daginn. Valsmenn fóru allt í einu að hiksta. Jafntefli gegn Fylki 27. júní, tap gegn ÍA 17. júlí, tap gegn Leikni Reykjavík 8. ágúst og svo núna tvö töp í röð fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld. Fyrst töpuðu Valsmenn fyrir Víkingum – sem eru einnig í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn – og svo gegn Stjörnunni þann 28. ágúst. Blikar hafa aftur á móti – eftir að hafa hikstað í tveimur leikjum undir lok júlí – unnið síðustu sex leiki sína. Það sem meira er, þeir hafa rúllað yfir mótherja sína. Breiðablik vann 4-0 sigur á Víkingum, tvo 2-0 sigra á KA og 7-0 sigur á Fylki ásamt því að leggja ÍA og Stjörnuna að velli. Blikar voru óstöðvandi í ágústmánuði.Vísir/Hulda Margrét Aftur mætast Breiðablik og Valur þegar síðarnefnda liðið hefur hikstað í tveimur leikjum í röð á meðan Breiðablik hefur unnið síðustu leiki sína. Stóra spurningin er hvaða áhrif landsleikjahléið hefur haft á bæði lið. Birkir Már Sævarsson spilaði alla leiki Íslands og Hannes Þór Halldórsson spilaði tilfinningaþrunginn leik gegn Þjóðverjum. Mun það hafa áhrif þegar liðin ganga upp tröppurnar og út á rennislétt teppið á Kópavogsvelli í kvöld? Það kemur allt í ljós klukkan 20.00. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Hefst hún klukkan 19.20 og svo er Stúkan á dagskrá að leik loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti