Oddvitaáskorunin: Dansdrottning fyrir pólitíkina Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2021 15:00 Þórhildur Sunna og eiginmaður hennar, Rafal Orpel, á hátíðlegri stund er sonur þeirra hlaut nafn sitt: Antoni Örn Orpel. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hér má sjá Þórhildi Sunnu segja frá því af hverju hún sé Pírati. Þar kemur einnig fram að hún sé „dansdrottning“ og hafi mjög gaman af danstónlist. Klippa: Oddvitaáskorun - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Látrabjarg. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðaber. Uppáhalds bók? Uppáhalds söguheimurinn minn er þríleikur Philip Pullmann um myrku öflin (e. His Dark Materials. Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra þriggja. Rétt fyrir síðustu kosningar gaf Philip Pullman út fyrstu bókina í nýjum þríleik í sama heimi (Bækur Duftsins) sem ég hlustaði á í hljóðbók milli funda í kosningabaráttunni þar sem ég gat hreinlega ekki beðið þar til eftir kosningar. Bók númer tvö er komin út og ég krossa bara fingur að sú þriðja komi ekki út fyrir þessar kosningar því ég hef engan tíma til að einu sinni hlusta á hana í þetta skiptið! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dreymir með Landi og Sonum. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Melasveit í Skilmannahreppi þar sem amma og afi bjuggu þegar ég var lítil. Sælureitur með góðum minningum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég tók bara allan COVID-fjölskyldupakkann með trompi. Ég gekk í hjónaband, eignaðist barn og hund. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek Bjarna Ben í bekk. Tilfinningarík og íhugul Þórhildur Sunna á unglingsárum. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Algjör klisja: Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hann: „Er það satt að þú kúkir ekki?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Björk, frábær tónlistarmaður og ógeðslega svöl. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann nokkra fimmaurabrandara um kommúnisma en þeir myndu missa Marx. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að fara í reiðtúra með afa heitnum í Melasveitinni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alexandria Ocasio-Cortez, Halldóra Mogensen, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Jacinda Arden, Angela Merkel og Jón Gnarr. Besta íslenska Eurovision-lagið? Minn hinsti dans, Páll Óskar Besta frí sem þú hefur farið í? Fyrsta fjölskylduferðin okkar í sumar þar sem drengurinn okkar Rafals fékk að hitta ömmu sína og afa, langömmu og annað skyldfólk í Póllandi í fyrsta sinn. Uppáhalds þynnkumatur? Dirty Burger og Pistasíusjeik. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég hef ekki farið ennþá! Plís ekki taka af mér ríkisborgararéttinn! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Konan sem kunni bara að elda bjúgu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hætta í MR og fara í FB, það var gott múv. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég hringdi í Ingu Auðbjörgu vinkonu mína og bað hana um að koma daginn eftir til þess að gefa okkur Rafal saman í garðinum heima á þriggja ára sambandsafmælinu okkar. Við gátum bara ekki beðið lengur eftir allar covid-frestanirnar. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hér má sjá Þórhildi Sunnu segja frá því af hverju hún sé Pírati. Þar kemur einnig fram að hún sé „dansdrottning“ og hafi mjög gaman af danstónlist. Klippa: Oddvitaáskorun - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Látrabjarg. Hvað færðu þér í bragðaref? Snickers og jarðaber. Uppáhalds bók? Uppáhalds söguheimurinn minn er þríleikur Philip Pullmann um myrku öflin (e. His Dark Materials. Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra þriggja. Rétt fyrir síðustu kosningar gaf Philip Pullman út fyrstu bókina í nýjum þríleik í sama heimi (Bækur Duftsins) sem ég hlustaði á í hljóðbók milli funda í kosningabaráttunni þar sem ég gat hreinlega ekki beðið þar til eftir kosningar. Bók númer tvö er komin út og ég krossa bara fingur að sú þriðja komi ekki út fyrir þessar kosningar því ég hef engan tíma til að einu sinni hlusta á hana í þetta skiptið! Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Dreymir með Landi og Sonum. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Melasveit í Skilmannahreppi þar sem amma og afi bjuggu þegar ég var lítil. Sælureitur með góðum minningum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég tók bara allan COVID-fjölskyldupakkann með trompi. Ég gekk í hjónaband, eignaðist barn og hund. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek Bjarna Ben í bekk. Tilfinningarík og íhugul Þórhildur Sunna á unglingsárum. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Algjör klisja: Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna eða Evrópuráðsins. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hann: „Er það satt að þú kúkir ekki?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Björk, frábær tónlistarmaður og ógeðslega svöl. Besti fimmaurabrandarinn? Ég kann nokkra fimmaurabrandara um kommúnisma en þeir myndu missa Marx. Ein sterkasta minningin úr æsku? Að fara í reiðtúra með afa heitnum í Melasveitinni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Alexandria Ocasio-Cortez, Halldóra Mogensen, Jóhanna Sigurðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Jacinda Arden, Angela Merkel og Jón Gnarr. Besta íslenska Eurovision-lagið? Minn hinsti dans, Páll Óskar Besta frí sem þú hefur farið í? Fyrsta fjölskylduferðin okkar í sumar þar sem drengurinn okkar Rafals fékk að hitta ömmu sína og afa, langömmu og annað skyldfólk í Póllandi í fyrsta sinn. Uppáhalds þynnkumatur? Dirty Burger og Pistasíusjeik. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég hef ekki farið ennþá! Plís ekki taka af mér ríkisborgararéttinn! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Konan sem kunni bara að elda bjúgu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Að hætta í MR og fara í FB, það var gott múv. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég hringdi í Ingu Auðbjörgu vinkonu mína og bað hana um að koma daginn eftir til þess að gefa okkur Rafal saman í garðinum heima á þriggja ára sambandsafmælinu okkar. Við gátum bara ekki beðið lengur eftir allar covid-frestanirnar.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira