Sitja föst en halda áfram Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 10. september 2021 10:28 Rafsuðusveitin russian.girls ferlega flott í flæðarmálinu. Kjartan Hreinsson Raftónlistartríóið russian.girls gaf í gærkvöldi út myndband við lagið Halda áfram. Lagið er annar helmingur smáskífu sem gefin var út af þýsk/íslenska plötufyrirtækinu bbbbbb recors í febrúar. Von er á annarri útgáfu frá sveitinni hjá sömu útgáfu á næstunni, ásamt remix plötu. Áður höfðu þau sent frá sér fjórar stuttskífur, auk smáskífunnar The Dance sem kom út í sumar. Sveitin er skipuð þeim Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko, Guðlaugi Hörðdal og Gylfa Freeland Sigurðssyni. Myndbandið er hugarfóstur þeirrar fyrstnefndu, unnið í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Rough Cult. Hugmyndina fékk Tatjana eftir fyrra samstarf sitt við hóp dansara úr LHÍ, en þær sáu um kóreografíuna fyrir myndbandið. „Ég áttaði mig á því að lagið er í anda verks sem ég hafði áður unnið að með dönsurunum, en það fjallaði einmitt um að vera fastur í hringrás, tilgangsleysið og tilganginn í tilgangsleysinu. Hugmyndin var því að taka það sviðsverk og yfirfæra í tónlistarmyndband,“ segir Tatjana um tilurð myndbandsins. Á hinni hlið smáskífunnar má finna lagið Drepa mann, en sveitin sendi einmitt frá sér myndband við það í leikstjórn Árna Jónssonar Jónssonar um síðustu áramót. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Von er á annarri útgáfu frá sveitinni hjá sömu útgáfu á næstunni, ásamt remix plötu. Áður höfðu þau sent frá sér fjórar stuttskífur, auk smáskífunnar The Dance sem kom út í sumar. Sveitin er skipuð þeim Tatjönu Dís Aldísar Razoumeenko, Guðlaugi Hörðdal og Gylfa Freeland Sigurðssyni. Myndbandið er hugarfóstur þeirrar fyrstnefndu, unnið í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Rough Cult. Hugmyndina fékk Tatjana eftir fyrra samstarf sitt við hóp dansara úr LHÍ, en þær sáu um kóreografíuna fyrir myndbandið. „Ég áttaði mig á því að lagið er í anda verks sem ég hafði áður unnið að með dönsurunum, en það fjallaði einmitt um að vera fastur í hringrás, tilgangsleysið og tilganginn í tilgangsleysinu. Hugmyndin var því að taka það sviðsverk og yfirfæra í tónlistarmyndband,“ segir Tatjana um tilurð myndbandsins. Á hinni hlið smáskífunnar má finna lagið Drepa mann, en sveitin sendi einmitt frá sér myndband við það í leikstjórn Árna Jónssonar Jónssonar um síðustu áramót.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“