Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 10:30 Sæti í Meistaradeild Evrópu fagnað. Vísir/Hulda Margrét Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga. Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum. Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Sjá meira
Það gerðu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís Árnadætur eftir að Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta sinn sem leikið verður í riðlum í keppninni. Breiðablik mætti Osijek frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en í gær var ljóst frá fyrstu mínútu hvort liðið væri að fara áfram. Breiðablik byrjaði leikinn stórkostlega, skoruðu tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og fóru langleiðina með að tryggja sér sæti í riðlakeppninni. Mark snemma í síðari hálfleik kom Blikum í 3-0 og reyndust það lokatölur. Ótrúleg úrslit og ótrúlegt afrek sem ber að fagna á íslenskasta hátt í heimi. Eftir að hafa fagnað vel og innilega með liðsfélögum og stuðningsfólki sínu komu systurnar Ásta Eir og Kristín Dís við í ísbúðinni Huppu og fengu sér íslenskasta rétt allra tíma, bragðaref. Tvær sáttar með úrslit kvöldsins #blix #UWCL pic.twitter.com/8SqRzRg0ZP— Ásta Eir (@astaeir) September 9, 2021 Hvað þær fengu sér í bragðarefinn fylgdi þó ekki með sögunni. Blikastúlkur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á mánudaginn kemur. Eru þær þar með ekki minni liðum en Lyon, Wolfsburg og Arsenal. Ljóst er að ekkert af þessum liðum er á leið á Kópavogs- eða Laugardalsvöll í vetur en Blikar munu spila við eitthvað af eftirfarandi liðum á næstu mánuðum: Barcelona, París Saint-Germain, Bayern München, Chelsea, Real Madríd, Juventus, Häcken, Benfica og HB Köge. Hver veit nema það verði fagnað aftur í bragðaref eftir einhverja af þessum leikjum.
Fótbolti Breiðablik Kópavogur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00 Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53
Þrenna Lacasse skaut Benfica áfram en Þórdís úr leik | Öll úrslit kvöldsins Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og stöllur hennar í Apollon Limassol frá Kýpur féllu úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir 3-1 tap fyrir Kharkiv frá Úkraínu í kvöld. Ljóst er hvaða lið fara í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:00
Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. 9. september 2021 20:31