Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:53 Vilhjálmur Kári Haraldsson fagnar með Selmu Sól Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Osijek. vísir/hulda margrét Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
„Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Sjá meira
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00