Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 19:53 Vilhjálmur Kári Haraldsson fagnar með Selmu Sól Magnúsdóttur eftir leikinn gegn Osijek. vísir/hulda margrét Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
„Þetta var flott, við vorum vel gíraðar og baráttan góð. Mér fannst við pínu stressaðar með boltann í fyrri hálfleik en það er hluti þess að spila svona stóran leik þar sem svona mikið er undir. En í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Helenu Ólafsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leikinn á Kópavogsvelli. Gríðarlega mikið var undir í leiknum í dag, ekki bara sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur einnig háar fjárhæðir. „Þetta er stór leikur og mikið í kringum þetta. En þetta var virkilega flottur sigur hjá stelpunum. Við erum með betra lið, maður sá það, en þarf að klára þetta. Þær eru með nokkra góða leikmenn en þær náðu sér ekki á strik í dag og spiluðu betur í heimaleiknum,“ sagði Vilhjálmur. „Við einbeittum okkur svolítið að því að stoppa ákveðna leikmenn og það gekk mjög vel. Þær opnuðu okkur ekki oft og fengu ekki mörg góð færi.“ Hann segist hafa fengið stuðning víða að úr Breiðabliks, meðal annars frá þjálfurum karlaliðs félagsins. „Við unnum þetta saman. Við fengum Pál Einarsson inn, Úlli [Úlfar Hinriksson] hefur verið í þessu og Óli [Ólafur Pétursson]. Við fengum meira að segja aðstoð frá Óskari [Hrafni Þorvaldssyni] og Halldóri [Árnasyni]. Við reyndum að nýta alla í kringum okkur,“ sagði Vilhjálmur. Með sigrinum í dag framlengdu Blikar tímabilið um þrjá mánuði. Vilhjálmur hefur þó áhyggjur af því hversu þunnur hópur Breiðabliks er en til marks um það voru aðeins þrír leikmenn á bekknum í dag. „Það er ekki annað hægt en að lítast vel á þette. En við erum með ansi rýran hóp sem er áhyggjuefni. Við vorum að vonast til að geta fengið þessa leikmenn sem fóru út í einhverja leiki en fyrstu svörin eru að það gangi ekki upp,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47 Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Sjá meira
Agla María: Einhverjar eru spenntar fyrir Barcelona Agla María Albertsdóttir er spennt fyrir því að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 9. september 2021 19:47
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00