Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2021 18:18 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur birt drög að breytingum á reglugerð sem opnar meðal annars á það að samkynhneigðir karlmenn megi gefa blóð. Vísir/Vilhelm Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð, en það mun breytast nái breytingin fram að ganga. Stólpagrín var gert að þessu banni í áramótaskaupinu árið 2018, þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð . Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Breytingin felur jafnframt í sér að kynhegðun veldur ekki lengur varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn er kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Lögð er til skilgreining á því hvað telst vera áhættusamt kynlíf en í því felst að það sé kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Er það skilgreint á eftirfarandi hátt í drögunum: Áhættusamt kynlíf: Kynlíf sem eykur verulega líkur á að fá alvarlega smitsjúkdóma sem berast með blóði. Hér undir fellur til dæmis kynlíf þar sem verjur eru ekki notaðar og aðilar eru ekki í langtíma stöðugu sambandi eða stunda kynlíf út fyrir sambandið, kynlíf með mörgum einstaklingum með eða án notkunar verja, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem stundar áhættusamt kynlíf, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem sprautar fíkniefnum í æð eða hefur gert slíkt og kynlíf með eða án notkunar verja sem stundað er gegn greiðslu. Verði reglugerðin samþykkt óbreytt mun hún taka gildi frá og með 1. janúar næstkomandi Heilbrigðismál Jafnréttismál Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Blóðgjöf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs og viðauka IV við sömu reglugerð í Samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Ísland er eitt fárra Evrópulanda þar sem samkynhneigðum karlmönnum er alfarið meinað að gefa blóð, en það mun breytast nái breytingin fram að ganga. Stólpagrín var gert að þessu banni í áramótaskaupinu árið 2018, þar sem landsþekktir samkynhneigðir listamenn birtust í skurðstofu þar sem skortur var á blóði í miðri aðgerð . Gert var grín að því að ekki mætti nota blóð úr samkynhneigðum karlmönnum, jafn vel þótt að líf lægi við. Breytingin felur jafnframt í sér að kynhegðun veldur ekki lengur varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn er kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Lögð er til skilgreining á því hvað telst vera áhættusamt kynlíf en í því felst að það sé kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Er það skilgreint á eftirfarandi hátt í drögunum: Áhættusamt kynlíf: Kynlíf sem eykur verulega líkur á að fá alvarlega smitsjúkdóma sem berast með blóði. Hér undir fellur til dæmis kynlíf þar sem verjur eru ekki notaðar og aðilar eru ekki í langtíma stöðugu sambandi eða stunda kynlíf út fyrir sambandið, kynlíf með mörgum einstaklingum með eða án notkunar verja, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem stundar áhættusamt kynlíf, kynlíf án notkunar verja með einstaklingi sem sprautar fíkniefnum í æð eða hefur gert slíkt og kynlíf með eða án notkunar verja sem stundað er gegn greiðslu. Verði reglugerðin samþykkt óbreytt mun hún taka gildi frá og með 1. janúar næstkomandi
Heilbrigðismál Jafnréttismál Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Blóðgjöf Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira