Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 19:41 Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi í langan tíma tekur á loft frá flugvellinum í Kabul í dag. Sayed Khodaiberdi Sadat/Getty Images Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar. Afganistan Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar.
Afganistan Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira