Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 18:30 Jenny Radcliffe hefur platað margan einstaklinginn upp úr skónum við störf sín sem raunheimahakkari. Vísir/Egill Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra. Jenny Radcliffe ferðast um heiminn sem ráðgjafi auk þess að sýna fyrirtækjum fram á veikleika þeirra gegn greiðslu. Hún er hakkari og fer sínar leiðir á sjarmanum. „Sérþekking mín er að komast fram hjá öryggiskerfum. Það getur verið tölvupóstur, tölvupóstur sem berst þér en þú átt alls ekki að smella á.“ Brotist inn í yfir 600 hús En hún brýst líka inn í hús. Yfir sex hundruð byggingar eru á ferilskránni. „Við erum oft beðin um að skoða byggingar, finna veiku punktana, til dæmis manneskjurnar, þykjast vera að sendlar eða fyrirlesari á ráðstefnunni. Komast í gegnum ólæstar dyr. Við töku þetta upp og sýnum svo fólki hvað við gerðum svo glæpamenn geti ekki gert það sama.“ Sjá má ítarlegt viðtal við Jenny um líf hennar og störf hér fyrir neðan. Hún segir öryggisverði yfirleitt karlmenn sem gruni ekki sakleysislegar konur um græsku. Stundum hefur hún verið með öryggisverði eða - hunda á hælum sér. Einn tölvupóstur geti þó komið manni inn fyrir háa veggi. Póstar sem eru byggðir öðruvísi upp en hinir svokölluðu Nígeríupóstar. „Það sem fólk þarf að skilja er að þessi tölvupóstur um prinsinn í Nígeríu eða geimfarann í geimnum sem þarf að eyða peningnum þegar hann kemur til jarðar eru „spray and pay“.“ Þannig sé um að ræða fjöldapóst og tölfræðin segi að einhver muni falla fyrir póstinum. „Árangursríkari tölvupóstur eru sá sem nýtir upplýsingar um okkur af Internetinu, samfélagsmiðlum og inniheldur eitthvað sem höfðar til fólks, eitthvað sem tengir við tilfinningar, eitthvað sem lætur þig smella.“ Fólk sé mannlegt, allir eigi leyndarmál og því sé svo árangursríkt að herja á fólk. Ef manneskja byggði getur önnur brotið Sum hús virka erfiðari en önnur að komast inn í á fölskum forsendum. Til dæmis víggirt hús bandaríska sendiráðsins við Engjateig. „Þetta snýst bara um úrræði, kraft og tíma sem yrði lagt í verkefnið. EF það getur verið hannað af manneskju getur manneskja brotið það. Ef það er manneskja í keðjunni þá getum við stjórnað, mútað eða þvingað þá manneskju. Það yrði ekki endilega auðvelt en jú við gætum það líklega, því miður.“ Hún hvetur fyrirtæki til að eiga í virku samtali við starfsfólk um öryggismál. „Stærsta málið er að öryggisráðstafanir eru oft í gildi en svo er slökkt á þeim, dyrnar skildar eftir opnar, fólk notar léleg lykilorð, haldið öllu uppfærðu, haldið virku samtali við starfsfólkið ykkar. Það þýðir ekkert að ráða alltaf utanaðkomandi aðstoð. Ykkar fólk þarf að hafa áhuga á þessu og verður virkt á sama hátt og glæpamennirnir eru virkir.“ Jenny var lykilfyrirlesari á Haustráðstefnu Advania sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Sjá má fyrirlestra ráðstefnunnar á heimasíðu hennar. Mögnuð saga Óhætt er að segja að saga Jenny sé ansi mögnuð. Hún er alin upp í Liverpool og lenti í þeirri skelflilegu lífsreynslu ung að árum að nágranni hennar læsti hana inni í húsi. Hún lýsir því í viðtalinu að ofan hvernig það mótaði starfsferil hennar. Þá hefur hún lent í alls konar reynslu og tekið að sér fjölmörg verkefni, sum óþægilegri en önnur. Sum hafi hún alls ekki kynnt sér nógu vel og ekki vitað fyrir hvern hún var að starfa. Sumum sjái hún hreinlega eftir. Þá tekur hún dæmi af því þegar hún fékk það verkefni að brjótast inn í banka og koma fyrir USB-kubbi í tölvu á skrifstofu bankans. Þar var hún komin inn í bygginguna en lenti á fingrafaraskanna og reiðum öryggisverði. En Jenny finnur lausnir eins og má heyra undir lok viðtalsins. Netglæpir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Jenny Radcliffe ferðast um heiminn sem ráðgjafi auk þess að sýna fyrirtækjum fram á veikleika þeirra gegn greiðslu. Hún er hakkari og fer sínar leiðir á sjarmanum. „Sérþekking mín er að komast fram hjá öryggiskerfum. Það getur verið tölvupóstur, tölvupóstur sem berst þér en þú átt alls ekki að smella á.“ Brotist inn í yfir 600 hús En hún brýst líka inn í hús. Yfir sex hundruð byggingar eru á ferilskránni. „Við erum oft beðin um að skoða byggingar, finna veiku punktana, til dæmis manneskjurnar, þykjast vera að sendlar eða fyrirlesari á ráðstefnunni. Komast í gegnum ólæstar dyr. Við töku þetta upp og sýnum svo fólki hvað við gerðum svo glæpamenn geti ekki gert það sama.“ Sjá má ítarlegt viðtal við Jenny um líf hennar og störf hér fyrir neðan. Hún segir öryggisverði yfirleitt karlmenn sem gruni ekki sakleysislegar konur um græsku. Stundum hefur hún verið með öryggisverði eða - hunda á hælum sér. Einn tölvupóstur geti þó komið manni inn fyrir háa veggi. Póstar sem eru byggðir öðruvísi upp en hinir svokölluðu Nígeríupóstar. „Það sem fólk þarf að skilja er að þessi tölvupóstur um prinsinn í Nígeríu eða geimfarann í geimnum sem þarf að eyða peningnum þegar hann kemur til jarðar eru „spray and pay“.“ Þannig sé um að ræða fjöldapóst og tölfræðin segi að einhver muni falla fyrir póstinum. „Árangursríkari tölvupóstur eru sá sem nýtir upplýsingar um okkur af Internetinu, samfélagsmiðlum og inniheldur eitthvað sem höfðar til fólks, eitthvað sem tengir við tilfinningar, eitthvað sem lætur þig smella.“ Fólk sé mannlegt, allir eigi leyndarmál og því sé svo árangursríkt að herja á fólk. Ef manneskja byggði getur önnur brotið Sum hús virka erfiðari en önnur að komast inn í á fölskum forsendum. Til dæmis víggirt hús bandaríska sendiráðsins við Engjateig. „Þetta snýst bara um úrræði, kraft og tíma sem yrði lagt í verkefnið. EF það getur verið hannað af manneskju getur manneskja brotið það. Ef það er manneskja í keðjunni þá getum við stjórnað, mútað eða þvingað þá manneskju. Það yrði ekki endilega auðvelt en jú við gætum það líklega, því miður.“ Hún hvetur fyrirtæki til að eiga í virku samtali við starfsfólk um öryggismál. „Stærsta málið er að öryggisráðstafanir eru oft í gildi en svo er slökkt á þeim, dyrnar skildar eftir opnar, fólk notar léleg lykilorð, haldið öllu uppfærðu, haldið virku samtali við starfsfólkið ykkar. Það þýðir ekkert að ráða alltaf utanaðkomandi aðstoð. Ykkar fólk þarf að hafa áhuga á þessu og verður virkt á sama hátt og glæpamennirnir eru virkir.“ Jenny var lykilfyrirlesari á Haustráðstefnu Advania sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Sjá má fyrirlestra ráðstefnunnar á heimasíðu hennar. Mögnuð saga Óhætt er að segja að saga Jenny sé ansi mögnuð. Hún er alin upp í Liverpool og lenti í þeirri skelflilegu lífsreynslu ung að árum að nágranni hennar læsti hana inni í húsi. Hún lýsir því í viðtalinu að ofan hvernig það mótaði starfsferil hennar. Þá hefur hún lent í alls konar reynslu og tekið að sér fjölmörg verkefni, sum óþægilegri en önnur. Sum hafi hún alls ekki kynnt sér nógu vel og ekki vitað fyrir hvern hún var að starfa. Sumum sjái hún hreinlega eftir. Þá tekur hún dæmi af því þegar hún fékk það verkefni að brjótast inn í banka og koma fyrir USB-kubbi í tölvu á skrifstofu bankans. Þar var hún komin inn í bygginguna en lenti á fingrafaraskanna og reiðum öryggisverði. En Jenny finnur lausnir eins og má heyra undir lok viðtalsins.
Netglæpir Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira