Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 14:31 Usain Bolt hefur skemmt sér ágætlega síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Til að mynda tók hann þátt í fótboltaleik á vegum Unicef. Matt McNulty/Getty Images Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira