Fótbolti

Sout­hgate ver á­kvörðun sína

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate horfir á Pólland jafna metin.
Gareth Southgate horfir á Pólland jafna metin. Eddie Keogh/Getty Images

Pólland og England gerðu 1-1 jafntefli í I-riðli undankeppni HM. Jöfnunarmark heimamanna kom í uppbótartíma en Gareth Southgate gerði engar skiptingar í leiknum.

Harry Kane kom Englandi yfir með þrumuskoti lengst utan af velli þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Leit út fyrir að það yrði sigurmark leiksins en Damian Szymanski var á öðru máli en skalli hans á 92. mínútu jafnaði metin í 1-1 og reyndust það lokatölur.

Athygli vakti að Southgate ákvað að gera enga skiptingu í leiknum þrátt fyrir að eiga menn á borð við Reece James, Jordan Henderson, Trent Alexander-Arnold, Jude Bellingham og Jesse Lingard á bekknum.

Southgate stillti raunar upp sama liði og vann Ungverjaland í fyrsta leik þessa landsliðsglugga en hann gerði svo 11 breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Andorra á dögunum. Báðir unnust þeir 4-0.

„Okkur leið vel inn á vellinum og stjórnuðum leiknum frá A til Ö svo við hefðum verið að gera skiptingar aðeins til að gera skiptingar og það hefði getað truflað ryðmann sem við vorum í,“ sagði Southgate í viðtali eftir leik.

„Ég geri mér grein fyrir að fólk mun spyrja sig út í þessa ákvörðun en við töldum ekki þörf á því (að gera skiptingar).“

England er á toppi I-riðils með 16 stig eftir sex leiki. Þar á eftir kemur Albanía með 12 og Pólland er í þriðja sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×