Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 09:30 Það er mikið í húfi hjá Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum í Breiðabliki í kvöld. vísir/Hulda Margrét Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum. Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira
Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram