„Mjög spenntur að komast aftur í gamla góða fílinginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 10:02 Haukur Þrastarson í leiknum gegn Haukum þar sem Selfoss tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði. Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum. Pólski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum.
Pólski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira