Óþægileg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. september 2021 14:27 Ólafur snýr aftur sem varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði og innkaupa- og framkvæmdaráði. vísir Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið aftur sæti sem varamaður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna ummæla sem hann lét falla um skotárás á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Borgarfulltrúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið óþægilegt að sitja fund með Ólafi í morgun. Tillaga um að Ólafur tæki aftur sæti sem varamaður í nefndunum var lögð fyrir og samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær, sem var sá fyrsti eftir sumarfrí. Rík hefð er fyrir því að allir borgarfulltrúar kjósi með tillögum um breytingar á nefndarmönnum því það er flokkanna sjálfra að velja sitt fólk inn í nefndir. Í gær sátu þó þær Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati og Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingarkona hjá við atkvæðagreiðsluna. Fannst óþægilegt á fundi með Ólafi í morgun „Mér leið einhvern veginn í gær eins og það ætti bara að læða honum inn aftur í ljósi þess að umræðan hefur róast, kannski í von um að enginn myndi taka eftir því. Og svo var hann bara mættur í morgun á fund skipulags- og samgönguráðs,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.Aðsend Fannst þér óþægilegt að mæta á fund með honum í morgun? „Já, mér fannst það hreinlega. Mér finnst skrýtið að ætla að láta allt í einu eins og ekkert hafi gerst bara vegna þess að nú hefur hin pólitíska umræða færst eitthvað annað.“ Týpískur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt segir málið í heild sinni lýsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Þau segja eitt þegar það hentar og sýna skýra afstöðu í takti við almenningsvilja vegna þess að það er vinsælt. En ganga svo algjörlega á bak orða sinna í næsta skrefi, svoldið í skjóli nætur í von um að enginn uppgötvi það. Fyrir mér er það ekkert nema fúsk, hræsni og ábyrgðarleysi,“ segir hún. „...þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri“ Ummælin lét Ólafur falla í kommentakerfi við viðtal Vísis við Dag þar sem hann lýsti því að sér væri brugðið vegna skotárásarinnar. Þau voru á þessa leið: „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ Ólafur Guðmundsson hefur setið sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðan hann lét ummælin falla þó hann hafi vikið sem varamaður nefndanna. vísir/vilhelm Orðin vöktu hörð viðbrögð margra og var í kjölfarið tekin ákvörðun um það í flokknum að Ólafur myndi víkja úr þeim ráðum sem hann sat í sem varamaður Sjálfstæðisflokksins. Það voru skipulags- og samgönguráð, öldungaráð og innkaupa- og framkvæmdaráð. Hann hefur þó setið áfram sem varaborgarfulltrúi. Það er þitt að taka afsökunarbeiðninni Ólafur dró ummælin sjálfur til baka og hefur sagst sjá eftir þeim. Hann hefur beðið Dag afsökunar og telur sjálfur tíma til að snúa aftur sem varamaður í ráðin. „Þetta voru mistök sem ég gerði og ég baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni var tekin gild af borgarstjóra og þar með er málinu lokið í mínum huga,“ segir Ólafur. „Það er eðli afsökunarbeiðna að ég stíg á tánna á þér og segi fyrirgefðu og þú segir ekkert mál en svo ertu að drepast í tánni… það er þitt að taka afsökunarbeiðninni. Þannig þetta var nú ekkert meira en það. Þetta var óheppileg orðræða og eitthvað sem á ekki að tíðkast hjá neinum,“ segir hann. Ólafur hafi lært sína lexíu Þegar ákvörðun var tekin um að Ólafur léti af störfum sínum í ráðum borgarinnar í lok janúar sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, að með því væri Sjálfstæðisflokkurinn að sýna fordæmi með því að taka á svona málum. Ólafur myndi ekki starfa í nefndum borgarinnar á næstunni og að allir sem tengdust málinu hafi sammælst um þetta sem bestu lausnina. Eyþór segir ekkert athugavert við að Ólafur komi nú til baka. Staðið hafi verið við fyrri orð um að hann myndi ekki starfa í nefndunum „á næstunni“ en nú væri tími til kominn að hann sneri aftur. Eyþór segir tíma til kominn að Ólafur snúi aftur.vísir/vilhelm „Við höfum séð það að umræðan hefur verið betri og ég held að aðrir flokkar mættu líka taka á orðræðu sem er hjá þeim. Það er bara verið að segja það að við erum að gæta að okkar orðræðu og við erum að gera það,“ segir Eyþór. Það hafi ekki verið ákveðið fyrir fram að Ólafur yrði aðeins frá í hálft ár en þegar umræður hafi komið upp um það aftur nýlega hafi sá tími verið talinn hæfilegur. Teljiði þá að Ólafur hafi lært sína lexíu? „Já. Og vonandi verður stjórnmálaumræðan bara sanngjarnari hjá öllum.“ Hélt að Ólafur yrði frá út kjörtímabilið Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók skýra og opinbera afstöðu gegn orðræðu Ólafs á sínum tíma og gerðist þá nokkuð harðorð um málið. Hún sagði þetta „sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær [28. janúar um Dag] sérlega ógeðfelld“. Hildur Björnsdóttir stóð í trú um að Ólafur yrði frá út kjörtímabilið.vísir/vilhelm Innt eftir viðbrögðum við endurkomu Ólafs inn í ráð borgarinnar segir hún: „Það var ákvörðun oddvita að hann færi í tímabundið hlé vegna ummæla sinna og að hann fengi annað tækifæri til að koma aftur núna að hausti og þá er auðvitað krafa á að hann endurtaki ekki þessa hegðun. Og ég bara treysti því að svo verði.“ Spurð hvort það hafi alltaf legið fyrir að Ólafur tæki sér aðeins hlé fram á haustið segir Hildur: „Mín túlkun var að þetta myndi endast út kjörtímabilið en það var ákvörðun oddvita að gefa honum annað tækifæri núna.“ Og ert þú sátt við það? „Ég trúi á önnur tækifæri og ég er að minnsta kosti tilbúin að gefa honum annað tækifæri og vona bara að hann standi undir því. En ef hann gerir það ekki þá verð ég auðvitað verulega ósátt. En ég hef fulla trú á því að hann hafi lært sína lexíu og komi betri maður út úr þessu öllu saman. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 „Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“ Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 19. apríl 2021 11:37 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tillaga um að Ólafur tæki aftur sæti sem varamaður í nefndunum var lögð fyrir og samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær, sem var sá fyrsti eftir sumarfrí. Rík hefð er fyrir því að allir borgarfulltrúar kjósi með tillögum um breytingar á nefndarmönnum því það er flokkanna sjálfra að velja sitt fólk inn í nefndir. Í gær sátu þó þær Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati og Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingarkona hjá við atkvæðagreiðsluna. Fannst óþægilegt á fundi með Ólafi í morgun „Mér leið einhvern veginn í gær eins og það ætti bara að læða honum inn aftur í ljósi þess að umræðan hefur róast, kannski í von um að enginn myndi taka eftir því. Og svo var hann bara mættur í morgun á fund skipulags- og samgönguráðs,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi í dag. Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Pírata.Aðsend Fannst þér óþægilegt að mæta á fund með honum í morgun? „Já, mér fannst það hreinlega. Mér finnst skrýtið að ætla að láta allt í einu eins og ekkert hafi gerst bara vegna þess að nú hefur hin pólitíska umræða færst eitthvað annað.“ Týpískur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt segir málið í heild sinni lýsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Þau segja eitt þegar það hentar og sýna skýra afstöðu í takti við almenningsvilja vegna þess að það er vinsælt. En ganga svo algjörlega á bak orða sinna í næsta skrefi, svoldið í skjóli nætur í von um að enginn uppgötvi það. Fyrir mér er það ekkert nema fúsk, hræsni og ábyrgðarleysi,“ segir hún. „...þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri“ Ummælin lét Ólafur falla í kommentakerfi við viðtal Vísis við Dag þar sem hann lýsti því að sér væri brugðið vegna skotárásarinnar. Þau voru á þessa leið: „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ Ólafur Guðmundsson hefur setið sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðan hann lét ummælin falla þó hann hafi vikið sem varamaður nefndanna. vísir/vilhelm Orðin vöktu hörð viðbrögð margra og var í kjölfarið tekin ákvörðun um það í flokknum að Ólafur myndi víkja úr þeim ráðum sem hann sat í sem varamaður Sjálfstæðisflokksins. Það voru skipulags- og samgönguráð, öldungaráð og innkaupa- og framkvæmdaráð. Hann hefur þó setið áfram sem varaborgarfulltrúi. Það er þitt að taka afsökunarbeiðninni Ólafur dró ummælin sjálfur til baka og hefur sagst sjá eftir þeim. Hann hefur beðið Dag afsökunar og telur sjálfur tíma til að snúa aftur sem varamaður í ráðin. „Þetta voru mistök sem ég gerði og ég baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni var tekin gild af borgarstjóra og þar með er málinu lokið í mínum huga,“ segir Ólafur. „Það er eðli afsökunarbeiðna að ég stíg á tánna á þér og segi fyrirgefðu og þú segir ekkert mál en svo ertu að drepast í tánni… það er þitt að taka afsökunarbeiðninni. Þannig þetta var nú ekkert meira en það. Þetta var óheppileg orðræða og eitthvað sem á ekki að tíðkast hjá neinum,“ segir hann. Ólafur hafi lært sína lexíu Þegar ákvörðun var tekin um að Ólafur léti af störfum sínum í ráðum borgarinnar í lok janúar sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, að með því væri Sjálfstæðisflokkurinn að sýna fordæmi með því að taka á svona málum. Ólafur myndi ekki starfa í nefndum borgarinnar á næstunni og að allir sem tengdust málinu hafi sammælst um þetta sem bestu lausnina. Eyþór segir ekkert athugavert við að Ólafur komi nú til baka. Staðið hafi verið við fyrri orð um að hann myndi ekki starfa í nefndunum „á næstunni“ en nú væri tími til kominn að hann sneri aftur. Eyþór segir tíma til kominn að Ólafur snúi aftur.vísir/vilhelm „Við höfum séð það að umræðan hefur verið betri og ég held að aðrir flokkar mættu líka taka á orðræðu sem er hjá þeim. Það er bara verið að segja það að við erum að gæta að okkar orðræðu og við erum að gera það,“ segir Eyþór. Það hafi ekki verið ákveðið fyrir fram að Ólafur yrði aðeins frá í hálft ár en þegar umræður hafi komið upp um það aftur nýlega hafi sá tími verið talinn hæfilegur. Teljiði þá að Ólafur hafi lært sína lexíu? „Já. Og vonandi verður stjórnmálaumræðan bara sanngjarnari hjá öllum.“ Hélt að Ólafur yrði frá út kjörtímabilið Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók skýra og opinbera afstöðu gegn orðræðu Ólafs á sínum tíma og gerðist þá nokkuð harðorð um málið. Hún sagði þetta „sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær [28. janúar um Dag] sérlega ógeðfelld“. Hildur Björnsdóttir stóð í trú um að Ólafur yrði frá út kjörtímabilið.vísir/vilhelm Innt eftir viðbrögðum við endurkomu Ólafs inn í ráð borgarinnar segir hún: „Það var ákvörðun oddvita að hann færi í tímabundið hlé vegna ummæla sinna og að hann fengi annað tækifæri til að koma aftur núna að hausti og þá er auðvitað krafa á að hann endurtaki ekki þessa hegðun. Og ég bara treysti því að svo verði.“ Spurð hvort það hafi alltaf legið fyrir að Ólafur tæki sér aðeins hlé fram á haustið segir Hildur: „Mín túlkun var að þetta myndi endast út kjörtímabilið en það var ákvörðun oddvita að gefa honum annað tækifæri núna.“ Og ert þú sátt við það? „Ég trúi á önnur tækifæri og ég er að minnsta kosti tilbúin að gefa honum annað tækifæri og vona bara að hann standi undir því. En ef hann gerir það ekki þá verð ég auðvitað verulega ósátt. En ég hef fulla trú á því að hann hafi lært sína lexíu og komi betri maður út úr þessu öllu saman.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 „Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“ Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 19. apríl 2021 11:37 „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29. janúar 2021 13:22
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55
„Nei, mér er ekki í nöp við Dag B. Eggertsson“ Ólafur Guðmundsson varaborgarfulltrúi botnaði skopmynd hins snjalla Gunnars Karlsson með því að segja að best væri að setja túrbó í bíl Vigdísar Hauksdóttur þar sem hún hefur verið stöðvuð á sínum kappakstursbíl af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 19. apríl 2021 11:37
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent