„Það eru afskaplega spennandi tímar framundan hjá ILVA en undirbúningur að flutningum verslunarinnar af Korputorgi á nýjan og spennandi stað stendur nú yfir. Þá hefur ILVA nýverið opnað verslun á Norðurtorgi á Akureyri sem hefur fengið frábærar móttökur og síðast en ekki síst er vefverslunin á miklu flugi, svo það vantar ekki verkefnin,“ segir Kristján Geir í tilkynningu.
Kristján Geir er með MBA frá Copenhagen Business School, BSc í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði jafnframt viðskiptafræðinám með áherslu á markaðsmál. Hann er giftur Kristbjörgu Hjaltadóttur, stjórnanda félagsþjónustu í Mosfellsbæ, og eiga þau þrjú börn.
Ilva hefur frá árinu 2008 starfrækt sjö þúsund fermetra verslun á Korputorgi og rekur einnig verslanir á Akureyri, í Danmörku og Svíþjóð.