Heimilisuppbótin sem gufaði upp Benedikt Sveinsson skrifar 8. september 2021 13:00 Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Félagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili. Var umsóknin afgreidd og töldum við að með því myndi hljótast búbót. En nú nýlega leitaði þessi sami einstæðingur til mín á nýjan leik og var erindið að biðja um hjálp við að komast í heimabanka til að greiða reikninga, en hann á hvorki snjallsíma né tölvu. Er við í sameiningu höfðum opnað heimabankann og greitt þá reikninga sem komnir voru á gjalddaga blasti hins vegar einnig við okkur merkileg sjón. Heildarmánaðarlaun þessa manns, sem hann fær eftir skatt eru 286.394 krónur. Hans einu tekjur koma frá Tryggingarstofnun ríkisins og eru með öllum mögulegum uppbótum fyrir skatt 343.693 krónur á mánuði. Af þessari upphæð reiknast skattur upp á 108.091 krónur, sem að frádregnum persónuafslætti er 57.299. Heimilisuppbótin sem öryrkinn fékk úthlutað nam hins vegar 53.948 krónum, og fór því öll í skatt. Fyrir utan hið kerfislæga tilgangsleysi og hálfgerðan absúrdisma þessa tilfellis, stendur einnig eftir sú staðreynd að öryrkjum þessa lands er skömmtuð skammarlega lág framfærsla. Ég vil með þessari ábendingu í aðdraganda kosninga skora á ríkisstjórnina og þá flokka, sem að henni standa að lýsa því skýrt yfir fyrir kosningar, fái hún umboð til áframhaldandi stjórnarsetu, að mánaðartekjur undir 350.000 kr. verði með öllu skattfrjálsar. Höfundur er læknir.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun