Forvarnir eru lykilatriði í heilbrigðisþjónustu framtíðar Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2021 11:01 Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ein helsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu áratugum er öldrun þjóðarinnar og það fyrirsjáanlega álag sem hún mun valda í velferðarkerfinu. Mikið var fjallað um öldrunarmál frá mörgum sjónarhornum á heilbrigðisþingi í lok ágúst. Ljóst er ef kerfið á ekki að sligast undan álaginu þá eru forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir lykilatriði. Þar mun sjúkraþjálfun leika stórt hlutverk. Önnur áskorun eru lífstílssjúkdómar og afleiðingar hreyfingarleysis á heilbrigðiskerfið. Nú þegar ber mjög á lífstílssjúkdómum hjá fjölda fólks, allt niður í börn og unglinga. og munu þeir verða vaxandi vandamál þegar þessar yngstu kynslóðir okkar eldast. Því er brýnt að hér á landi sé fjölmennur hópur sjúkraþjálfara sem bæði hefur þekkingu á sjúkdómafræðinni og þjálfunarfræðinni og getur aðstoðað fólk við að koma sínum málum í betra horf. Í þriðja lagi er fólk að átta sig á því hversu gríðarlega stórt hlutverk sjúkraþjálfun gegnir í krabbabeinsmeðferð og ekki síður eftir meðferð. Hér áður fyrr átti fólk bara að vera þakklátt fyrir að ná bata. Vaxandi vitund er um nauðsyn endurhæfingar hjá þessum hópi fólks. Sjúkraþjálfarar fá nú til sín fólk á öllum aldri sem þarf að ná fyrri þrótti, þreki og lífsgæðum og þarna er þörfin að springa út. Endurhæfing eftir Covid-19 Nýjasti vinkillinn hjá sjúkraþjálfurum er endurhæfing eftir Covid-19. Íslenskir sjúkraþjálfarar fylgjast vel með niðurstöðum allra rannsókna sem eru að koma fram. Þar hefur komið í ljós að aðstæður fólks sem hefur fengið Covid eru sérstakar að því leyti að þar kemur inn óvæntur síþreytuþáttur. Þetta þarf að hafa ofarlega í huga í endurhæfingu þessa hóps. Það fylgja þessu sérstök langvarandi einkenni sem eru ólík þeim sem eru til dæmis vegna lífstílssjúkdóma eða eftir krabbameinsmeðferð. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar 8. september Af þessu sökum er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar, sem haldinn er hátíðlegur í dag, 8. september, tileinkaður endurhæfingu í kjölfar Covid-19. Það er vel við hæfi, enda hefur ekkert haft eins gífurleg áhrif á heilbrigðiskerfi alls heimsins á síðari tímum. Heilbrigðisstarfsfólk um allan heim hefur unnið þrekvirki við að annast þá sem veikst hafa og rétt er að benda á að þar hafa sjúkraþjálfarar, sem hafa sérhæft sig í lungnasjúkraþjálfun, unnið markvert starf á gjörgæsludeildum um allan heim, þ.á.m. hér á Landspítalanum. Nú er hins vegar komið að endurhæfingu margra þeirra og það verður eflaust margra ára verkefni allra endurhæfingarstétta. Tækifæri sem mega ekki glatast Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks og fatlaðra fyrir umfangsmeiri og miklu dýrari þjónustu. Sjúkraþjálfun hefur gríðarlegt forvarnargildi og þó svo að stór hópur eldri borgara og langveikra geti nýtt sér líkamsrækt sem stendur öllum til boða, þá er mikilvægt að fólk fái notið heilsueflingar sjúkraþjálfara, sem með þekkingu á sjúkdómum og/eða einkennum viðkomandi geta samþætt heilsueflingu og heilsufarsástand viðkomandi. Eitt stærsta tækifæri framtíðar er fjarheilbrigðisþjónusta. Efling fjarsjúkraþjálfunar er nauðsyn. Það er ljóst að hvorki verður nægur mannafli né fjármunir í framtíðinni til að sinna öllum í beinni, staðbundinni þjónustu í framtíðinni og því er brýnt að þessi þáttur þjónustunnar verði stórefldur. Það er spennandi þróun í sambandi við þennan vaxandi hóp aldraðra að eftir því sem árin líða verður þetta fólk sífellt leiknara í tæknilausnum. Lykillinn að aukinni endurhæfingarþjónustu við eldri borgara liggur í því að færa þjónustu eins og fræðslu, leiðbeiningar og eftirfylgni að einhverju leiti í fjarþjónustu. Í þessum efnum felst stórt tækifæri sem má ekki glatast Samningslaust við sjúkraþjálfara Rétt er í lokin að benda á að ekki hefur verið samningur í gildi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara síðan í janúar 2020. Brýnt er að tryggja fjármagn sem gerir Sjúkratryggingum Íslands kleyft að gera ásættanlega samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um þjónustu þeirra. Ljóst er að þörfin á þjónustu sjúkraþjálfara mun aukast á næstu árum og áratugum og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni þörf á sjúkraþjálfun á fjárlögum. Hver króna sem sett er í endurhæfingu skilar sér til baka í auknum lífsgæðum og þjóðhagslegum verðmætum. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar