Er eldra fólk tímasprengja? Viðar Eggertsson skrifar 8. september 2021 10:30 Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun