Saklaus uns sekt er sönnuð? Þórdís Valsdóttir skrifar 8. september 2021 07:32 Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var 19 ára og ég kærði ekki. Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu. Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið. Er maðurinn sem braut á mér saklaus fyrst sekt hans var ekki sönnuð? Já, hann er saklaus fyrir dómi. En ég veit að hann er hvergi nærri saklaus. Umræðan undanfarna mánuði hefur verið erfið fyrir alla þolendur ofbeldis, ég þori að fullyrða það. Okkur er einfaldlega ekki trúað. Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti. Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra? Það er mikilvægt að við áttum okkur öll á því að við erum ekki einungis að tala um eitt ákveðið atvik, eina ákveðna konu og eitt brot. Við erum svo margfalt fleiri. Þetta snýst um rótgróin viðhorf í samfélaginu, í menningu okkar. Við erum í miðri byltingu, byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem vinnur ekki bókstaflega gegn þolendum. Baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ósk mín er ekki sú að konur verði ekki fyrir ofbeldi, heldur sú að karlar hætti að beita konur ofbeldi. Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag. Höfundur er lögfræðingur og fjölmiðlakona.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar