Regnboginn er ekki skraut Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. september 2021 09:31 Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Reykjavík Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun