XD kannast ekki við sitt rétta slagorð Jökull Sólberg skrifar 7. september 2021 15:00 Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Jökull Sólberg Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar